Vinafélag Vinjar

Ár
Fjárhæð
Svæði
2012-2015
ISK 3.000.000
Ísland

Árið 2009 styrkti Aurora velgerðasjóður Rauða kross Íslands um 20 milljónir króna til þriggja verkefna. Eitt verkefnið var Vin, athvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir.

Vinafélag Vinjar var stofnað árið 2011 til að tryggja framtíð athvarfsins þar sem Rauði krossinn sá fram á að þurfa hætta rekstri þess vegna fjárskorts. Árið 2012 var gerður samningur milli Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, Rauða krossins og Vinafélags Vinjar sem átti að tryggja starfsemi Vinjar til þriggja ára. Vinafélagið skuldbatt sig til að leggja fram hluta af rekstrarfénu og endurnýjaði því Aurora stuðning sinn við Vin með því að leggja vinafélaginu til  eina milljón króna á ári til þriggja ára.