Microcredit ACTB

Ár
Fjárhæð
Svæði
2014 - 2017
ISK 25.320.000
Sierra Leone

Skortur á fjármögnun á viðunandi kjörum hamlar verulega fjárfestingu í Sierra Leone og þar með hagvexti. Þar að auki er aðgengi almennings að bankaþjónustu af skornum skammti, sérstaklega þegar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið. Einungis 15% fullorðinna einstaklinga á bankareikning hjá viðurkenndu fjármálafyrirtæki, sem er töluvert undir 24% meðaltali í löndum sunnan Sahara. Með einungis 2,9 útibú fyrir hverja 100.000 einstaklinga, er Sierra Leone einnig langt fyrir neðan meðaltal hjá öðrum ríkjum sunnan Sahara. Það er því mikil áskorun fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki í landinu að verða sér út um fjármögnun. Stærsti hluti viðskipalána fer til fyrirtækja í byggingariðnaði og til ýmissa fjármálafyrirtækja.

Í ljósi þessa ákvað Aurora að styðja við frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SME‘s) með því að bjóða þeim fjármögnun á viðunandi kjörum í gegnum svokallaðar microcredit-stofnanir sem nú þegar starfa í Sierra Leone.

Önnur þeirra stofnana sem Aurora kaus að fara í samstarf við er A Call to Business (ACtB). Með því fjármagni sem Aurora lagði til, lánar ACtB fjármagn til þúsunda einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.