Útgáfa barnabókarinnar um Töfraflautuna e.Mozart með hljóðdiski verður fyrsta barnaóperan sem gefin verður út á íslensku í hljóði ásamt myndskreyttri barnabók. Þessi fræga ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna og hefur því mikið verið notuð erlendis til að kynna óperur fyrir börnum. Á Íslandi hefur fræðsla barna um óperur því miður verið mjög takmörkuð. Hugmyndin er að nýta útgáfuna við tónmenntakennslu sem og setja hana upp í samstarfi við Töfrahurðina í Salnum og mögulega í Menningarhúsinu Hofi í framhaldinu. Að útgáfunni standa Edda Austmann, Pamela De Sensi og Halla Þórlau Óskarsdóttir. Aurora velgerðasjóður styrkir útgáfu Töfraflautunnar e.Mozart fyrir börn um 500 þúsund.
Töfraflautan fyrir börn
Ár
Fjárhæð
Svæði
2013
ISK 500.000
Ísland