Töfraflautan fyrir börn

Ár
Fjárhæð
Svæði
2013
ISK 500.000
Ísland

Útgáfa barnabókarinnar um Töfraflautuna e.Mozart með hljóðdiski verður fyrsta barnaóperan sem gefin verður út á íslensku í hljóði ásamt myndskreyttri barnabók.  Þessi fræga ævintýraópera höfðar ákaflega vel til barna og hefur því mikið verið notuð erlendis til að kynna óperur fyrir börnum.  Á Íslandi hefur fræðsla barna um óperur því miður verið mjög takmörkuð.  Hugmyndin er að nýta útgáfuna við tónmenntakennslu sem og setja hana upp í samstarfi við Töfrahurðina í Salnum og mögulega í Menningarhúsinu Hofi í framhaldinu.  Að útgáfunni standa Edda Austmann, Pamela De Sensi og Halla Þórlau Óskarsdóttir.  Aurora velgerðasjóður styrkir útgáfu Töfraflautunnar e.Mozart fyrir börn um 500 þúsund.