Fyrir tæpu ári síðan buðum við átján mismunandi tónlistarfólki að hittast og deila saman einni viku á litlu gistiheimili rétt fyrir utan Freetown. Þetta var tónlistarfólk frá Íslandi, Bretlandi og Sierra Leone sem hafði flest aldrei hist áður. Við kölluðum þetta Music Writing Week en allar væntingar um frumsamin lög voru í lágmarki. Okkur langaði að þau myndu deila reynslu og læra hvert af öðru, komandi frá svo mismunandi menningarheimum.
En þvílík orka sem átti sér stað þessa viku og sömdu þau 22 lög á aðeins þremur dögum! Og nú er komið að því að hlýða á afraksturinn. Á fimmtudag hittist stór hluti hópsins á ný í London og mun spila lögin sem við ætlum að gefa út í fyrstu hrynu og á föstudag kemur fyrsta lagið út. Tólf föstudaga í röð kemur út nýtt lag, og föstudaginn 6. desember kemur öll platan út ásamt 3 stuttum heimildarþáttum um allt ferlið.
Við hvetjum alla sem eru í London að koma og taka þátt í útgáfuhófinu!
Staður: The Jago, 440 Kingsland Rd, Dalston, London
Timidity’s: 7:30 onwards
Kaupa miða: Here
Fantacee Wiz að taka upp söngin í einu lagana
Sammi og Mark í stúdíóinu
Solo, Arnljotur og Sammi
Hildur