Tónlistarverðlaun Kraums nálgast!

15.11.22

Nú styttist óðfluga í að Kraumslistinn 2022 verði tilkynntur! En í ár er fimmtánda árið sem Kraumsverðlaunin verða veitt. Dómnefndin hefur setið sveitt við yfirferð síðustu daga, tilkynnt verður þann 1. desember hvaða listamenn verða tilnefndir í ár og Kraumsverðlaunin sjálf verða svo veitt 15. desember. Verðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu, verðlaunin beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni og þeim 6 hljómplötum sem ár hvert hljóta Kraumsverðlaunin.

Dómnefndina í ár skipa Árni Mathíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.

Nálgast má lista yfir haldhafa Kraums tónlistarverðlaunana 2021 hér og Kraumslistann (2021) í heild sinni hér. Á meðal listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna GDRN, Ásgeir, Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower, Sóley, Mammút, Inspector Spacetime og fjölmargir fleiri. Kraumsverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2008, þau eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Tilgangur verðlaunanna er  að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu. Listamenn og hljómsveitir þurfa ekki að sækja sérstaklega um að plötur þeirra séu teknar til greina af dómnefnd eða greiða þátttökugjald.

Við erum gríðarlega stolt af því að standa fyrir þessum verðlaunum. Að sjá Kraumslistann og Kraumsverðlaunin veitt ár hvert og styrkja með þeim listamenn í íslensku samfélagi veitir okkur mikla ánægju og fyllir okkur stolti. Við hlökkum mikið til þess að sjá tilnefningar þessa árs og kynna okkur þá listamenn enn betur. Reynslan hefur svo sannarlega sýnt að þau sem hlotið hafa Kraumsverðlaunin fagna velgengni í framtíðinni.

 

 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...