Tölvunámskeið endurtekið

02.12.16

Fyrr á þessu ári fór Aurora af stað með tilraunaverkefni í tölvukennslu í samstarfi við fyrirtækin iDT Labs og Samskip. Námskeiðið heppnaðist með eindæmum vel og því var ákveðið að endurtaka leikinn. Að þessu sinni bættist Arion banki í hóp samstarfsaðila og farið var af stað með nýtt vikulangt námsskeið.

Færri komust að en vildu, en alls sóttu yfir 400 ungir frumkvöðlar, námsmenn og önnur ungmenni um þau 69 pláss sem laus voru til umsóknar að þessu sinni. Aðstandendur voru afar stoltir af því að geta boðið öllum þátttakendum á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu og ljóst er að allt kapp verður lagt á að halda verkefninu gangandi og bjóða upp á fleiri námskeið.

Lokaverkefni námskeiðisins, sem lauk nú í vikunni, voru kynningar sem nemendur héldu og reyndu á þá færni sem þeir höfðu hlotið þjálfun í á námskeiðinu. Kynningarnar voru vel heppnaðar og fóru margar hverjar langt fram úr væntingum. Að þeim loknum voru viðurkenningarskjöl afhent öllum þátttakendum við hátíðlega athöfn.

Rausnarlegt framlag Arion banka og Samskipa gerði okkur kleift að leysa hvern og einn þátttakenda námsskeiðsins út með tölvu að gjöf, svo þeir geti viðhaldið og bætt við þekkingu sína eftir lok námskeiðisins. Tilkynnt var um gjöfina við lok útskriftarathafnarinnar og brutust út mikil fagnaðarlæti.

Samstarfsaðilar okkar, Arion banki, Samskip og iDT Labs fá enn og aftur bestu þakkir fyrir sitt framlag í þessu mikilvæga verkefni sem veitti þátttakendum tækifæri sem markar tímamót í lífi þeirra.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...