Við óskum handhöfum Kraumsverðlaunanna 2019 hjartanlega til hamingu!! ♥♥
- Between Mountains – Between Mountains
- Bjarki – Happy Earthday
- Gróa – Í glimmerheimi
- Hlökk – Hulduljóð
- K.óla – Allt verður alltílæ
- Sunna Margrét – Art of History
Þetta er í tólfta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru stendur fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.
Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu.
Alls hafa nú 62 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Frekari upplýsingar um Kraumsverðlaunin og fyrri verðlaunhafa má finna hér: http://kraumur.is/forsida/kraumsverdlaunin/
Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar í ár, enda fór dómnefndin í gegnum yfir 370íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2019.
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
DÓMNEFND
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af átta manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Óli Dóri, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.