Þriðja tölvunámskeiðinu lokið

11.11.17

Nýlega lauk einnar viku tölvunámskeiði sem Aurora bauð upp á í Freetown, Sierra Leone. Námskeiðið var hið þriðja í röð tölvunámskeiða sem hófust sem tilraunaverkefni árið 2016. Markmið námskeiðanna, sem öll hafa verið afar vel heppnuð, er að gefa ungu fólki í Sierra Leone tækifæri til að öðlast færni og þjálfun í nútíma upplýsingatækni og almennri tölvunotkun.

Sem fyrr var Samskip samstarfsaðili Auroru í verkefninu, en að þessu sinni bættist Íslandsbanki í hóp aðstandenda þess með rausnarlegri tölvugjöf. Tveir starfsmenn Íslandsbanka ferðuðust til Sierra Leone til að fylgja námskeiðinu úr hlaði, og gaf bankinn 70 tölvur til verkefnisins. Í Sierra Leone naut verkefnið einnig stuðnings tveggja nýrra samstarfsaðila; fyrirtækisins Revolutum sem tók þátt í allri framkvæmd þess, og PCL International sem lagði fram kennara sem leiðbeindi á námskeiðinu af mikilli fagmennsku.

Gríðarlegur áhugi var á námskeiðinu og komust færri að en vildu. Yfir 300 manns sóttu um þátttöku en að þessu sinni voru teknir inn 70 nemendur. Aurora og aðrir aðstandendur námskeiðsins voru afar stoltir af því að geta boðið öllum þátttakendum á námskeiðið þeim að kostnaðarlausu og ljóst er að allt kapp verður lagt á að halda verkefninu gangandi og bjóða upp á fleiri námskeið í framtíðinni til að mæta mikilli eftirspurn.

Meðal nemenda voru algerir byrjendur, jafnt sem ungmenni með reynslu af tölvunotkun. Líkt og á fyrri námskeiðum fengu þau þjálfun í Microsoft Offie pakkanum og leiðbeiningar um markvissa og skynsamlega notkun internetsins.

Nemendurnir luku námskeiðsvikunni með því að halda kynningar sem reyndu á þá færni sem þeir höfðu öðlast á námskeiðinu. Eftir vel heppnaðar kynningar voru viðurkenningarskjöl afhent öllum þátttakendum við hátíðlega athöfn. Rausnarlegt framlag Íslandsbanka gerði okkur kleift að leysa hvern og einn þátttakenda námsskeiðsins einnig út með tölvu að gjöf, svo þeir gætu viðhaldið og bætt við þekkingu sína eftir lok námskeiðisins. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal nemenda við lok útskriftarathafnarinnar þegar tilkynnt var um gjafirnar, sem munu sannarlega koma þátttakendum verkefnis til góða í framtíðinni.

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...