Síðastliðnar 4 vikur höfum við haft ánægju af því að vinna með níu ötulum nemendum sem tóku þátt í nýja „Ideation“ prógramminu okkar. Prógrammið stendur yfir í fjórar vikur og er kennt 2x í viku. Á þeim tíma förum við yfir svokallað „design thinking“. Nemendunum er skipt í hópa og velur hver hópur fyrir sig eitthvert samfélagslegt vandamál sem hann vill leysa með stofnun fyrirtækis. Hver hópur þarf að taka viðtöl við hugsanlega kúnna, finna út réttu lausninar, gera áætlanir og gera prufueintak af vörum sínum.
Námskeiðið er ætlað nemendunum sem eru að taka sín fyrstu skref sem frumkvöðlar. Námskeiðið er gífurlega gagnvirkt og krefst mikillar og lifandi þátttöku nemenda. Við vonum að námskeiðið hafi vakið áhuga nemendanna á frumkvöðlastarfsemi og erum mjög spennt að sjá hverjir halda áfram að þróa viðskiptahugmyndirnar sínar!
Þar sem námskeiðið gekk svo vel munum við halda annað eins námskeið á næstunni.