Stjórn Auroru hittist loksins!

30.08.21

Stjórn Auroru hittist loks í eigin persónu nú í ágúst – eftir að hafa einungis fundað á TEAMS undanfarin tvö ár!

Fundurinn stóð í tvo daga og ræddi stjórnin bæði þróun Auroru undanfarin tvö ár og lagði línurnar fyrir næstu árin. Stjórnin velti upp þróun einstakra verkefna undanfarið, einkum í ljósi aðstæðna en heimsfaraldurinn hefur vissulega haft áhrif í Sierra Leone eins og annarsstaðar. Niðurstaðan var ansi jákvæð og var stjórn ánægð með hvernig starfsfólk Auroru hafi tekst að halda góðum dampi í verkefnum á þessu erfiðum tímum. Fyrir komandi ár er stjórn Aurora metnaðarfull fyrir hönd Auroru og væntir mikillar grósku í öllum núverandi verkefnum og áhugi er á að skoða áframhaldandi tónlistarverkefni á næstu árum.

Áður en almenn fundastörf hófust hélt Aurora aðalfund þar sem farið var yfir ársreikning og ársskýrslu fyrir árið 2020 og breyting var gerð á stjórn. Birta Ólafsdóttir lét af stjórnarmennsku eftir 7 ár í stjórn. Aurora er einstaklega þakklát Birtu fyrir hennar mikla framlag til Auroru, einkum hönnun og uppsetning á skrifstofu Auroru í Sierra Leone, en einnig hefur hún stutt við framkvæmdastjóra á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Við óskum Birtu velfarnaðar í sýnum störfum og þökkum henni kærlega fyrir!

Nýr stjórnarmaður tók við sæti Birtu, það er Ólafur Orri Ólafsson og erum við spennt að vinna með honum í framtíðinni. Hann þekkir störf Auroru vel og hefur komið nokkrum sinnum til Sierra Leone og þekkir því til þar einnig. Velkominn til starfa Ólafur Orri Ólafsson!

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...