Samstarf við Fashion industry insiders

17.05.22

Þann 5. maí síðastliðinn var haldin einskonar uppskeruhátíð þar sem Fashion industry insiders, í samstarfi við Sierra Leoníska fatahönnunarfyrirtækið Izelia og Aurora hélt tískusýningu á Country Lodge hótelinu hér í Freetown. Fashion industry insdiers leitt af Edmond Kamara, sem fæddur er og uppalinn í Sierra Leone en búsettur í Bretlandi, stóðu síðast fyrir slíkum viðburði fyrir þremur árum. Um er að ræða nokkurra vikna ferli þar sem aðilar sem mestmegnis er ungt og upprennandi fólk með áhuga á tískugeiranum eða skapandi greinum sem honum tengjast, frumkvöðlastarfsemi og öðru hljóta þjálfun og taka síðan þátt í viðburðinum hvert á sinn hátt.

Okkur hjá Auroru þótti gaman að geta stutt við þetta ferli og vinnu sem miðar að því að stuðla að bættu umhverfi til handa sjálfbærri tísku og hönnun í Sierra Leone og tækifærum fyrir ungt fólk sem langar að koma sér á framfæri í skapandi greinum svo sem hönnun, ljósmyndun, fatasaum, fyrirsætustörfum og stíliseringu.

Meðal þess sem unga fólkið tók þátt í fyrir viðburðinn var að lita og búa til mynstur á textíl eftir hinni hefðbundnu Sierra Leonísku aðferð þar sem lokatextílafurðin er nefnd gara, sníða textíl, hanna og sauma fatnað sem síðan var sýndur á sýningunni en auk lærlinganna sýndu einnig hönnuðir frá öðrum Vestur-Afríku löndum sína hönnun. Til þess að búa til mynstur og mótíf á textílinn fór hópurinn í ferð á ströndina þar sem sóttir voru hlutir sem fleygt hafði verið sem rusli og endurnýttu þannig. Einnig sóttu þau fyrirlestra um hvort tveggja viðskiptaþróun og samfélagsmiðla, sem tæki til að koma sér á framfæri og hvernig beita má gagnrýnni hugsun og forvitni. Voru þessir fyrirlestrar haldnir á skrifstofu Auroru í Freetown. Ennfremur var haldin þjálfun í fyrirsætustörfum og fékk Edmond og Fashion industry insiders í lið með sér unga og upprennandi Sierra Leoníska ljósmyndara og tónlistarfólk sem tók þátt í viðburðinum þar sem afrakstur viknanna á undan var sýndur og varð úr, eins og áður segir, ákveðin uppskeruhátíð og fögnuður fyrir skapandi greinar og áhugafólk þeirra.

The Journey of Margret Yankin Mansaray

The Journey of Margret Yankin Mansaray

                                                                                                                                                                                                      We are thrilled to highlight the inspiring journey of Margret...

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

On February 5, 2025, Aurora Foundation marked a monumental milestone with the grand opening of its new office and shop, The Aurora House, located at 35 Fraser Street, Freetown, Sierra Leone. This event, attended by esteemed government officials, UN agencies, nonprofit...