Pop-up market!
Þann 20. maí síðastliðin breyttum við skrifstofunni í pop-up markað! Öll Sweet Salone vörulínan var til sölu ásamt nýjum vörum frá the Lettie Stuart Pottery! Við fögnuðum hjartanlega nýjum kúnnum og tókum vel á móti kunnuglegum andlitum. Til þess að allt gengi smurt þurfti allar hendur á dekk og tók því allt Aurora teymið þátt í markaðnum frá upphafi til enda. Markaðurinn gekk gríðarlega vel og höfum við því ákveðið að halda annan markað í nóvember næstkomandi, miðað við viðtökurnar í þetta skiptið hlökkum við svo sannarlega mikið til!
Við minnum á að vefverslunin er alltaf opin!
Fyrir frekari upplýsingar ekki hika við að hafa samband;
Netfang: Info@aurorafoundation.is
Instagram: @aurorafoundation_official og @lettiestuartpottery
Facebook: Aurora Foundation
LinkedIn: Aurora Foundation
Whatsapp: 232 (0)79-728-574
186 Wilkinson Road, Opposite Lumley Police Station, Freetown