Nýtt ár, ný námskeið!

20.01.20

Við hefjum nýja árið með dúndur krafti!

Síðastliðnar tvær vikur hafa Eva María Árnadóttir og Tinna Gunnarsdóttir verið að kenna tvö námskeið í Síerra Leóne. Á meðan Eva var að kenna fatahönnunarnámskeið í sjálfbærni og sköpunargáfu á skrifstofunni okkar í Freetown var Tinna að kenna námskeið á Lettie Stuart keramikverkstæðinu þar sem áherslan var að tjá sig og hugsa út fyrir kassann.

Fatahönnunarnámskeiðið var haldið á skrifstofunni okkar í Freetown. Eva hóf námskeiðið á því að efla sköpunaferlið með því að búa til mood boards og teikna og skissa.

Í framhaldinu áttu nemendurnir að hanna nýja flík eða fylgihlut. Auk þess kenndi Eva nemendunum hvernig markaðssetja á vörur og hvernig best er að ná til ákveðinna markhópa í gegnum t.d. samfélagsmiðla.

Á meðan Eva var að kenna á námskeiðinu í Freetown, ferðaðist Tinna til Waterloo á hverjum degi. Hóf hún námskeiðið sitt með æfingum í að auka sköpunargleðina og notaðist hún mikið við liti og málningu.

Í gegnum námskeiðið færðist svo áherslan á að þróa eitthvað nýtt úr leirnum og á rennibekknum. Útkoman var stórkostleg og endaði námskeiðið á magnaðri sýningu með vörum sem nemendurnir bjuggu til.

 

Bæði námskeiðin voru studd af Erasmus+ og voru þau samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Auroru.

 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...