„Við skiljum öll þegar tónlistin talar“
Music Diplomacy sem stofnað var af Paolo Petrocelli er vettvangur þar sem deilt er sögum sem tengjast því sem kallað er tónlistardiplómatík og er tegund af menningardiplómatík þar sem tónlist er notuð til að eiga samskipti, sameina fólk og stuðla að friði meðal annars. Bloggvettvangurinn var stofnaður í maí 2020 og hafa nú verið birtar sögur frá ólíkum heimshornum, meðal annars af tónlistarverkefnum í Malaví, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á Spáni.
Regína Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Auroru var beðin um að skrifa færslu um vinnu Auroru í tónlistargeiranum, þar sem markmið okkar er að tengja saman fólk frá ólíkum löndum og menningarheimum, deila þekkingu, skapa tónlist og læra í sameiningu. Lesa má færsluna í heild sinni á heimasíðu Music Diplomacy!