Tónsmíða vika

21.11.18

Vikuna 28. október til 3. nóvember hélt Aurora tónsmíðaviku, en þetta var í fyrsta sinn sem slík vika er haldin í Sierra Leone. Þar komu saman íslenskir, breskir og síerra leónískir tónlistarmenn sem deildu sín á milli bæði þekkingu og reynslu úr bransanum.

Tónsmíðavikan er eitt af nýjustu verkefnum Auroru, en Aurora er í auknum mæli farin að styðja við skapandi greinar í Sierra Leone. Verkefnið er unnið í samstarfi við teymið á bak við Freetown Music Festival Team, en þau hafa verið að styðja við tónlistarmenn í Sierra Leone undarfarin ár.

Samhljómur tromma, söngs á fimm mismunandi tungumálum, gítara og básúnu ómaði úr stúdíóunum fjórum, sem byggð höfðu verið sérstaklega fyrir þessa viku, og gerði þessa viku hreint stórkostlega.

Afrakstur vikunnar var langt umfram vonir, en 25 lög voru samin og innihéldu þau allan skalann frá afróbeat og hip-hop yfir í jazz og funk.

Jam session í gangi

19 tónlistarmönnum var skipt upp í mismunandi hópa á hverjum degi

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...