Fleiri útskrifuð úr tölvunámskeiði!

20.10.20

Aurora velgerðasjóður hefur lokið sínu fyrsta tölvunámskeiði fyrir byrjendur í Freetown eftir að COVID-19 faraldurinn hófst í febrúar síðastliðnum. Við erum einungis með níu nema á námskeiðinu til að geta fylgt settum reglum um nándar- og fjöldatakmarkanir. Við erum með rúmgott pláss fyrir námskeiðið í skrifstofuhúsnæðinu okkar þar sem nemarnir gátu lært grunnatriðin í tölvutækni á tveggja vikna námskeiði.

Við erum einnig mjög þakklát Íslandsbanka, sem gaf fartölvurnar sem notaðar eru á námskeiðinu og þau gerðu okkur einnig kleift að gefa eina tölvu til Isata Jalloh sem skoraði hæstu á prófinu sem tekið var í lok námskeiðisins auk þess sem mætingin hennar var framúrskarandi.

Við vonumst til að geta boðið nemendunum að koma aftur á miðstigsnámskeið sem haldið verður á næstu mánuðum ef allt gengur að óskum!

 

The Journey of Margret Yankin Mansaray

The Journey of Margret Yankin Mansaray

                                                                                                                                                                                                      We are thrilled to highlight the inspiring journey of Margret...

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

On February 5, 2025, Aurora Foundation marked a monumental milestone with the grand opening of its new office and shop, The Aurora House, located at 35 Fraser Street, Freetown, Sierra Leone. This event, attended by esteemed government officials, UN agencies, nonprofit...