Inspirational Tok síðustu viku

03.05.22

Síðasta fimmtudag héldum við okkar fyrsta Inspirational Tok, og erum nú þegar mjög spennt fyrir næsta viðburði! Við fengum til liðs við okkur tvo frábæra fyrirlesara sem svo sannarlega veittu áhugasömum áhorfendahópnum innblástur, sem var einmitt markmið. Það verður ekki auðvelt að uppfylla þær væntingar sem fimmtudagskvöldið hefur skilið eftir.

Ajara og Ishmael héldu bæði tölu um lífsferil sinn, reynslu og hvernig þau rötuðu á þann stað sem þau eru á í dag en þau hafa bæði náð miklum árangri á sínum sviðum.

Eitt af því sem við lærðum á fimmtudaginn er að þú munt mæta hindrunum á vegferð þinni og munt missa dampinn á einum eða öðrum tímapunkti þegar þú fylgir ástríðum þínum, ferð út fyrir þægindarammann og gerir það sem þig langar til. Leiðin til árangurs er oftast ekki eins greið og hún lítur út fyrir að vera við fyrstu sín.

Eitt af því sem Ishmael hefur lært er að leggja áherslu á að umgangast fólk sem styður við hugmyndir hans og ástríðu og hlustar af gaumgæfni. Ajara lagði einnig áherslu á að eiga að mentor, skapa grundvöll fyrir samvinnu og að eiga gott tengslanet.

Einnig er gott að hafa í huga að þú uppskerð ekki á einni nóttu allt erfiði vinnu þinnar og leiðin að árangri virðist ekki alltaf greið. Leiðin þangað er hins vegar hluti af árangrinum og ferðalagið skiptir einnig máli. Lykilatriðið er að gefast ekki upp og fylgja innsæinu, draga lærdóm af reynslunni, spyrja gangrýnna spurninga og vaxa þannig. Með því að deila, hugsa um og læra af sögum annarra getum við skorað okkur sjálf á hólm og ögrað óbreyttu ástandi.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...