Kraumslistinn 2019

03.12.19

Við kynnum með stolti tilnefningar til Kraumsverðlaunanna i ár með birtingu Kraumslistans 2019.

Þetta er í tólfta sinn sem Kraumslistann er birtur yfir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar, enda fór dómnefndin í gegnum yfir 370 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sit.

Mik­il fjöl­breytni ein­kenn­ir Kraum­slist­ann í ár. Þar er að finna tónlist úr öll­um átt­um og má þar nefna popp og hipp hopp, teknó og raf­tónlist, rokk, pönk, jazz, til­rauna- og kvik­mynda­tónlist.

List­inn hef­ur að geyma plöt­ur frá lista­mönn­um sem hafa gert garðinn fræg­an á alþjóðavett­vangi und­an­farið ár, t.a.m. tón­skáld­inu Hildi Guðna­dótt­ur sem til­nefnd er til Grammy-verðlaun­anna og tekn­ó­tón­list­ar­mann­in­um Bjarka sem spilaði um all­an heim á ár­inu og gaf út sína fjórðu breiðskífu, sem og spenn­andi nýliðum á borð við Between Mountains, Ástu Pjet­urs­dótt­ur, Gugus­ar, Skoff­ín og Sunnu Mar­gréti.

Dómnefndin mun nú velja þær sex breiðskífur af Kraumslistanum sem hljóta munu Kraumsverðlaunin 2019.

KRAUMSLISTINN 2019 – ÚRVALSLISTI KRAUMSVERÐLAUNANNA:

 

  • Anda­vald – Und­ir Skyggðahaldi
  • Ásta Pjet­urs­dótt­ir – Syk­urbað
  • Berg­lind María Tóm­as­dótt­ir – Her­berg­ing
  • Between Mountains – Between Mountains
  • Bjarki – Happy Eart­hday
  • Coun­tess Malaise – Hystería
  • Fel­ix Leif­ur – Brot
  • Grísalappalísa – Týnda rás­in
  • Gróa – Í glimmer heimi
  • Gugus­ar – Mar­tröð
  • Hild­ur Guðna­dótt­ir – Cherno­byl
  • Hist og – Days of Tundra
  • Hlökk – Huldu­hljóð
  • Hush – Pand­emonial Winds
  • K.óla – Allt verður all­tílæ
  • kef LAVÍK – Blautt heitt langt vont sum­ar
  • Kort­er í flog – Anna & Bern­h­ard Blume (drepa alla fas­ista)
  • Krist­ín Anna – I must be the devil
  • Milena Glowacka – Radi­ance
  • Myrra Rós – Thoug­ht Spun
  • Si­deproj­ect – sand­in­ista relea­se party / ætla fara god­mode
  • Skoff­ín – Skoff­ín bjarg­ar heim­in­um
  • Stor­my Daniels – Agi styrk­ur ein­beit­ing harka út­hald hafa gam­an
  • Sunna Mar­grét – Art of History
  • Tumi Árna­son / Magnús Trygva­son Eli­assen — Allt er ómælið

 

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu.

Kraumsverðlaunin voru fyrst veitt árið 2008 og hefur verið úthlutað árlega síðan. Alls hafa 56 hljómsveitir og listamenn hlotið verðlaunin, á meðan rúmlega tvö hundruð listamenn og hljómsveitir hafa verið tilnefnd til þeirra með því að komast á Kraumslistann.

MYND með frétti: Auður og GRDN sem voru meðal þeirra sex listamanna og hljómsveita sem hlutu Kraumsverðlaunin árið 2018.

DÓMNEFND
Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af átta manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Birna María Másdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Trausti Júlíusson, Tanya Lind, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir og Óli Dóri.

Frekari upplýsingar um Kraumsverðlaunin og fyrri verðlaunhafa má finna hér: http://kraumur.is/forsida/kraumsverdlaunin/

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...