Útskrift 2. árgangs frumkvöðla Auroru Impact!

19.03.21

Það gleður okkur að tilkynna að síðasta þriðjudag útskrifaðist 2. árgangur úr Pre-Accelerator prógraminu okkar! Við trúum því varla hversu hratt tíminn hefur flogið! Við erum afar stolt af öllum þeim átta sprotafyrirtækjum sem við höfum fengið að vinna með síðastliðna fimm mánuði. Allir gerðu sitt allra besta og hefur verið gaman að fylgjast með þeim vaxa bæði sem einstaklingar og frumkvöðlar.

 Hápunktar sprotafyrirtækjanna í árgangi 2:

Adwak Palm Oil framleiddi annað sett af kólesterlausri pálmaolíunni, sem seldist upp nánast strax eftir útgáfu. Hún er núna að undirbúa næstu framleiðslu.

Alpha Cooling Center bjó til auglýsingar og byrjaði að markaðssetja sig almennilega. Viðskiptavinum fjölgaði verulega og fékk hann viðskipti frá fjölda stórra fyrirtækja í Síerra Leóne.

Tian‘s Closet þróaði nýtt lógó fyrir fyrirtækið sitt, bjó til fatamerki til þess að merkja öll fötin sem hún selur og jók við fjölbreyttni varanna sinna með því að búa til sín eigin „tie-dye“ efni. Nýju vörurnar seljast hratt hjá henni.

Fofie Graphics hefur öðlast starfsreynslu, er búinn að hanna lógóið sitt og er búinn að ákveða og skilgreina hvaða stefnu hann vill að fyrirtækið sitt fari í.

Grace Graphics Design er búinn að skrá niður langtímastefnu fyrir fyrirtækið sitt og er hann núna að undirbúa sig fyrir flutning í nýtt skrifstofuhúsnæði seinna á árinu.

DreamDay Technology er að opna fyrir stafræna námsvettvanginn sinn og stendur nú fyrir könnun meðal 1000 háskólanema!

STEM Garage eru að fara að opna vísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði miðstöðina sína í Bo.

Cerosa hefur farið í mikla rannsóknarvinnu í tengslum við sjálfbær húsnæði, og lauk prógramminu með 3D líkani af slíku húsi.

 

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...