Frumkvöðlavika (Global Entrepreneurship Week) í Sierra Leone

15.11.21

Aurora velgerðasjóður hlaut þann heiður að vera með-gestgjafi viðburðarins Dare2-Aspire: Women in Entrepreneurship á frumkvöðlaviku Sierra Leone í ár (Sierra Leone Global Entrepreneurship Week). Hringborðsumræður voru skipulagðar í kringum efnið „ungmenni, menntun og þróun frumkvöðlahugsunar“ í samvinnu við Innovation SL. Í kjölfar hringborðsins var haldið „pitch night“ fyrir konur í frumkvöðlastarfi.

Aurora þakkar Innovation SL, bakhjörlum viðburðarins, þátttakendum í hringborði, dómurum og að sjálfsögðu þeim stelpum og konum sem tóku þátt með viðskiptahugmyndum sínum, fyrir þátttöku á þessum degi. Veitt voru verðlaun í yngri og eldri flokki, fjármögnuð af bakhjarlinum Abu Kamara Entrepreneurship Funds en Abu Kamara er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Grovara – fyrsta alþjóðlega heildsölumarkaðarins sem einblínir á meðvitaða vöruframleiðslu fyrir betri neyslu og er hann einnig reyndur viðskiptafrömuður með víðtæka reynslu af vöru -og markaðsþróun.

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...