Fréttaannáll 2021 – kraftmiklu ári senn að ljúka!

31.12.21

2021 var viðburðaríkt ár hjá Aurora velgerðasjóði, mikið af viðburðum bæði í tengslum við ný og áframhaldandi verkefni. Skrifstofan í Freetown heldur áfram að stækka og í lok þessa kraftmikla árs lítum við bjartsýn til komandi tíma og tökum nýju ári með með sínum verkefnum og tímamótum fagnandi.

 

Janúar

Aurora gaf sex tölvur og tölvuskjái ásamt fylgihlutum til Ola During barnaspítalans í Freetown.

 

Nemendur við Lettie Stuart Pottery keramiksetrið kláruðu 18 mánaða keramikskólann og voru spennt fyrir komandi tímum að þjálfuninni lokinni en þau hafa nú verið ráðin til setursins sem starfsnemar.

 

Febrúar

Við sendum af stað fyrsta gáminn fullan af Sweet Salone vörum frá Freetown alla leið til Reykjavíkur og Bandaríkjanna. Um er að ræða stórt skref og mikilvæg tímamót fyrir bæði okkur og handverksfólkið sem við vinnum með!

 

Við vorum einnig viðstödd útskriftarathöfn nýju keramikeranna frá Lettie Stuart keramiksetrinu í Waterloo!

 

Mars

Í mars afhentum við sjúkrahúsrúm til þriggja spítala fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri. Í fyrsta lagi voru það 28 rúm sem afhent voru Princess Christian Maternity Hospital (PCMH) í austurhluta Freetown. PCMH hafði óskað eftir frekari aðstoð eftir að Sjúkrahús Akureyrar gaf rúm þangað árið 2017 (hér má lesa meira um það!) og var nú brugðist við þeirri ósk. Í öðru lagi voru fjögur rúm gefin til Brama Community Hospital sem staðsettur er á Waterloo-Maisaka þjóðveginum, en það er þorpið þar sem vefararnir okkar búa í. Síðast en ekki síst fóru sex rúm til UBC Mattru Hospital í Mattru Jong undir lok mánaðarins. Mattru Jong er höfuðstaður Bonthe héraðsins, í suðurhluta Sierra Leóne, og er sjúkrahúsið aðalsjúkrahús héraðsins.

 

Mars var annasamur mánuður hjá okkur og fyrsta Ideation námskeiðinu okkar lauk með árangursríkum hætti! Námskeiðið var haldið yfir fjórar vikur og mættu níu þátttakendur alls í átta skipti og tóku þátt í verklegri og gagnvirkri kennslu í hvernig á að hugsa og hanna verkefni með það að leiðarljósi að leysa samfélagslegt vandamál sem þau tilgreindu sjálf.

 

Ennfremur útskrifuðum við annan árganginn úr Pre-accelerator prógramminu! Á meðfylgjandi mynd má sjá einn nemendanna, Martha Tiange Tucker stofnanda Tian’s Closet, með vöru sína í bígerð.

 

Að lokum naut Lettie Stuart keramiksetrið í Waterloo viðveru Guðbjargar og Peters, keramikeranna og vina okkar sem héldu áfram að vinna með keramikerum LSP og styðja við starf setursins.

 

Apríl

Aurora heimsótti Susan’s Bay þar sem hræðilegt brunaslys hafði átt sér stað og afhenti stuttermaboli fyrir börn sem gefnir voru af Íslandsbanka. Yfir 7.000 manns urðu fyrir skaða í brunanum og í kringum 200 heimili eyðilögðust á þessu stærsta ófromlega búsvæði Sierra Leóne.

 

Maí

Við birtum áhrifamat Sweet Salone verkefnisins fyrir árið 2020 en verkefnið tengir saman handverksfólk í Sierra Leóne og alþjóðlega hönnuði. Verkefnið hefur vaxið jafnt og þétt síðan það hófst árið 2017 og höfum við framkvæmt áhfrifamat síðan 2019 með gögnum um framleiðsluferli og efnahagslega stöðu samstarfsfólks okkar. Hér má finna áhrifamatið fyrir 2020.

 

Júní

Við útskrifuðum fyrsta hópinn úr nýjum vefsíðukúrsi. Námskeiðið stóð yfir í tvær vikur og var skipulagt í samstarfi við Byte Limited. Lærðu þátttakendur að nota WordPress til að hanna og þróa vefsíður. Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið hversu einbeittir þátttakendurnir voru!

 

Júlí

Tveir spennandi samningar voru undirritaðir í mánuðinum. Við skrifuðum undir samkomulag (e. memorandum of understanding) við Byte Limited um að halda áfram samstarfi við gerð og framkvæmd tölvunámskeiða.

 

Einnig skrifuðum við undir samning um samstarf við Barnaheill – Save the Children á Íslandi varðandi framleiðslu á handgerðum armböndum sem samtökin munu selja í fjáröflunarskyni fyrir verkefni sem framkvæma á í Sierra Leone. Armböndin eru hönnuð af Hanna Samura, handverks -og markaðskonu á Lumley Beach Market í Freetown, sem er einn af samstarfsaðilum Auroru í Sweet Salone verkefninu. Við erum ákaflega spennt fyrir þessu vekefni sem mun halda áfram inn í nýja árið.

 

Ágúst

Stjórn Auroru hittist aftur í eiginpersónu eftir langt hlé vegna Covid-19 faraldursins og nýtti tækifærið til að leggja línurnar fyrir næstu ár, ásamt því að nýr stjórnarmeðlimur var boðinn velkominn.

 

September

Við kvöddum Makalay, sem hafði unnið að Sweet Salone verkefninu okkar síðastliðið eitt og hálft ár. Til að kveðja almennilega fór allt Aurora teymið í Lettie Stuart keramiksetrið og tók þátt í dagsnámskeiði þar sem við fengum að reyna okkur við að renna keramik. Lærdómsrík og virkilega skemmtileg upplifun sem við getum svo sannarlega mælt með!

 

Október

Þriðji árgangur Pre-accelerator prógrammsins var í fullum gangi og fengu nemendur meðal annars fjármálafræðslu frá Rosetta Wilson og fræðslu um skattalöggjöf -og reglur í landinu frá Alfred Akibo-Betts, stofnanda The Betts Firm.

 

Nóvember

Það er ekki auðvelt að velja úr hátindum nóvembermánaðar þar sem um var að ræða virkilega erilsaman mánuð hjá okkur en eftirfarandi eru fjórir eftirminnilegir atburðir og tímamót. Til að byrja með skrifuðum við undir fimm ára samstarfssamning við SLADEA til að tryggja áframhald þess góða starfs sem unnið hefur verið að undanförnu í Lettie Stuart keramiksetrinu.

 

Síðan tókum við þátt í Frumkvöðlaviku Sierra Leone með því að vera með-gestgjafi viðburðarins Dare2-Aspire: Women in Entrepreneurship. Einnig skipulögðum við hringborðsumræðurmeð yfirskriftinni ‘ungmenni, menntun og uppbygging frumkvöðlahugarfars’ sem var fylgt eftir með pitch kvöldi fyrir konur í frumkvöðlageiranum. Á meðal þeirra kvenna sem tóku þátt voru tvær ungar konur úr Pre-accelerator prógramminu okkar.

 

Við útskrifuðum einnig þriðja árgang Pre-accelerator prógrammsins en sama dag og útskriftarathöfnin átti sér stað héldum við sýningardag þar sem nemendurnir, ásamt nemendum fyrri árganga, fengu tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir boðsgestum. Dagurinn heppnaðist virkilega vel og vorum við, gestir og útskriftarnemar öll ánægð með afraksturinn!

 

Síðast en svo sannarlega ekki síst héldum við tvo markaði með Sweet Salone vörum, annan í Reykjavík þar sem starfsneminn okkar Urður Ásta tók þátt í fyrsta viðburði með okkur, og hinn í Freetown. Báðir markaðir gengu eins og í sögu og seldist margt upp, eins og sjá má á brosmilda teyminu okkar á mynd sem tekin var á öðrum markaðsdeginum í Freetown.

 

Desember

Í desember sendum við af stað Sweet Salone gám númer tvö! En í þetta skiptið lá leiðin til Hollands, Bretlands og Íslands. Við höfðum gaman að því að undirbúa vörurnar fyrir flutninginn og kvöddum stolt gám fullan af Sweet Salone vörum á höfninni í Freetown.

 

Kraumsverðlaunahafar voru einnig tilkynntir í fjórtánda sinn með viðhöfn í Mengi, eftir að verðlaunaathöfnin hafði verið haldin utandyra á síðasta ári sökum faraldursins. Hér eru verðlaunahafarnir 2021 samankomnir og við hlökkum til að sjá hvaða áhrif þessir listamenn munu hafa á tónlistarsenuna í náinni framtíð!

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...