Enn einu hugmyndaprógrammi lokið!

28.02.22

Síðastliðinn þriðjudag lauk hugmyndaprógrammi okkar sem hefur verið í gangi síðastliðnar þrjár vikur. Að þessu sinni með aðstoð nema frá Listaháskóla Íslands sem við erum verulega þakklát fyrir. Þátttakendur í námskeiðinu tóku þátt í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast hugmyndavinnu, þróuðu prótótýpur og vöru og/eða viðskiptahugmynd. Nemendur frá Listaháskóla Íslands sem hafa verið hér síðustu tvo mánuði tóku virkan þátt með kennslu og miðlun sinna hugmynda og reynslu en vera þeirra og þátttaka í okkar verkefnum eru hluti af skiptiverkefni okkar við Listaháskóla Íslands.

Líkt og sjá má á eftirfarandi myndum voru hvort tveggja þátttakendur og skipuleggjendur ánægð með afraksturinn en þetta var tvímælalaust lærdómsrík reynsla fyrir alla aðila. Á lokadeginum voru prótótýpur og önnur verkefni sem unnin höfðu verið til sýnis og var síðan fagnað með afhendingu skírteina!

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...