Síðastliðinn þriðjudag lauk hugmyndaprógrammi okkar sem hefur verið í gangi síðastliðnar þrjár vikur. Að þessu sinni með aðstoð nema frá Listaháskóla Íslands sem við erum verulega þakklát fyrir. Þátttakendur í námskeiðinu tóku þátt í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast hugmyndavinnu, þróuðu prótótýpur og vöru og/eða viðskiptahugmynd. Nemendur frá Listaháskóla Íslands sem hafa verið hér síðustu tvo mánuði tóku virkan þátt með kennslu og miðlun sinna hugmynda og reynslu en vera þeirra og þátttaka í okkar verkefnum eru hluti af skiptiverkefni okkar við Listaháskóla Íslands.
Líkt og sjá má á eftirfarandi myndum voru hvort tveggja þátttakendur og skipuleggjendur ánægð með afraksturinn en þetta var tvímælalaust lærdómsrík reynsla fyrir alla aðila. Á lokadeginum voru prótótýpur og önnur verkefni sem unnin höfðu verið til sýnis og var síðan fagnað með afhendingu skírteina!