Dvöl nemenda frá Listaháskóla Íslands

07.03.22

Eftir tvo lærdóms -og árangursríka mánuði er komið að leiðarlokum hjá íslensku Listaháskólanemunum í Freetown að sinni. Skiptisamstarfið reyndist vel og getum við með sanni sagt að ferlið hafi verið reynslumikið fyrir alla aðila. Viljum við nýta tækifærið hér til að þakka þeim fyrir þennan tíma og þeirra vinnu og segja í stuttu máli frá nokkrum hápunktum samstarfsins, áhrifum sem þau höfðu og því sem þau skilja eftir sig og við og samstarfsaðilar okkar kunnum svo vel að meta!

Guðrún, Kamilla and Láki eru öll nemar á öðru ári við Listaháskóla Íslands og hafa þau unnið með okkur og samstarfsaðilum okkar að hinum ýmsu verkefnum síðan þau komu hingað til Freetown fyrir tveimur mánuðum. Viljum við þakka þeim fyrst og fremst fyrir að hafa verið eins opin, áhugasöm, samvinnuglöð og skapandi og raun ber vitni og fyrir þennan tíma sem við áttum saman. Við erum, eins og fyrr segir, sannfærð um að við höfum öll hafi lært af ferlinu og hinum ólíku verkefnum og eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan komu einnig út úr samstarfinu glæsilegar afurðir!


Samstarfsaðilar okkar og handverksfólk eru hér með nemunum fyrir framan nýjar merkingar (hér enn í vinnslu) fyrir handverksmarkaðinn á Lumley Beach sem þau hönnuðu og gerðu í sameiningu.


Hér eru tveir handverksmenn að vinna að merkingunum.


Og hér er lokaútkoman!

Nemarnir skipulögðu einnig og leiðbeindu á námskeiðum, héldu vinnustofur og kynntust fjölmörgum Sierra Leone búum og þeirra verkefnum meðan á dvöl þeirra stóð. Til að nefna dæmi þá héldu þau námskeið í hvort tveggja Lettie Stuart keramiksetrinu og Izelia Hub og hér fyrir neðan sjást þau með Amadu-Bella Ba, Sibyl Harleston, James Aman Jus og Alusine Sesay þátttakendum í gagnvirkri og áhugaverðri vinnustofu um húsnæði og borgarskipulag sem átti sér stað á skrifstofunum okkar í Freetown.

Við óskum þremenningunum alls hins besta og velfarnaðar í næstu verkefnum sínum!

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...