Tölvur fyrir Kvennafangelsi!

19.12.19

Í gær heimsóttum við Freetown Female Correctional Center (FFCC) og gáfum þeim fjórar tölvur fyrir tölvuverið þeirra.

FFCC er eitt af kvennafangelsunum í Sierra Leone, upphaflega byggt fyrir 18 konur en í dag eru þar 68 konur sem eru annaðhvort að afplána dóm eða bíða dóms. Með hjálp AdvocAid bíður FFCC m.a. upp á saumanámskeið, lestrarnámskeið og tölvunámskeið. Í augnablikinu eru þau aðeins með sex tölvur en 18 konur sóttu tölvunámskeiðið og er því kennt bæði á morgnanna og seinnipartinn. Með fjórum auka tölvum geta núna fleiri konur tekið þátt í tölvunámskeiðinu, sem mun hjálpa þeim mikið er þær fá frelsið á ný.

Við ákváðum einnig að styðja beint við AdvocAid með því að gefa þeim eina tölvu fyrir fjármálateymið þeirra í Freetown. Þar sem stofnunin þeirra hefur farið vaxandi hafa starfsmenn þurft að deila með sér tölvum. Við viljum þakka SAMSKIP á Íslandi fyrir að gefa okkur tölvurnar, án þeirra hefðum við ekki getað veitt þessa aðstoð.

 

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...