Tölvur fyrir Kvennafangelsi!

19.12.19

Í gær heimsóttum við Freetown Female Correctional Center (FFCC) og gáfum þeim fjórar tölvur fyrir tölvuverið þeirra.

FFCC er eitt af kvennafangelsunum í Sierra Leone, upphaflega byggt fyrir 18 konur en í dag eru þar 68 konur sem eru annaðhvort að afplána dóm eða bíða dóms. Með hjálp AdvocAid bíður FFCC m.a. upp á saumanámskeið, lestrarnámskeið og tölvunámskeið. Í augnablikinu eru þau aðeins með sex tölvur en 18 konur sóttu tölvunámskeiðið og er því kennt bæði á morgnanna og seinnipartinn. Með fjórum auka tölvum geta núna fleiri konur tekið þátt í tölvunámskeiðinu, sem mun hjálpa þeim mikið er þær fá frelsið á ný.

Við ákváðum einnig að styðja beint við AdvocAid með því að gefa þeim eina tölvu fyrir fjármálateymið þeirra í Freetown. Þar sem stofnunin þeirra hefur farið vaxandi hafa starfsmenn þurft að deila með sér tölvum. Við viljum þakka SAMSKIP á Íslandi fyrir að gefa okkur tölvurnar, án þeirra hefðum við ekki getað veitt þessa aðstoð.

 

The Journey of Margret Yankin Mansaray

The Journey of Margret Yankin Mansaray

                                                                                                                                                                                                      We are thrilled to highlight the inspiring journey of Margret...

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

On February 5, 2025, Aurora Foundation marked a monumental milestone with the grand opening of its new office and shop, The Aurora House, located at 35 Fraser Street, Freetown, Sierra Leone. This event, attended by esteemed government officials, UN agencies, nonprofit...