Tveggja mánaða tímabili nemenda frá Listaháskóla Íslands í Freetown er hafið!

Nemendur frá Listaháskóla Íslands eru komnir til Freetown og munu þau dvelja hér og læra og vinna næstu tvo mánuði, en þetta verkefni er styrkt af Erasmus+. Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar við Listaháskólann, kom með þeim í upphafi mánaðar, en hún heldur utan um þetta verkefni fyrir hönd Listaháskólans.

Þau Guðrún, Kamilla og Þorlákur, nemendur í annars vegar vöruhönnun og hins vegar arkitektúr við Listaháskóla Íslands komu til Freetown fyrir rúmum tveimur vikum og hafa nú þegar tekið þátt í ýmsum verkefnum. Þau héldu meðal annars utan um vikulangt námskeið í Lettie Stuart Pottery Centre í síðustu viku þar sem þau unnu með keramikerunum að teikningu og sköpunaraðferðum fyrir keramikgerð. Þau heimsóttu einnig Brama town og kynntust þar vefurunum, sem vefa allar körfur og lampa fyrir Sweet Salone verkefni Auroru. Þar lærðu þau hvernig bambusinn er undirbúinn og svo notaður í vefnaðinn og fengu þau að spreyta sig við sína eigin körfugerð. Þau hafa einnig hitt fjöldan allan af handverksfólki og heimsóttu helstu markaði Freetown.

Þau heimsóttu einnig Izelia, sem er Sierra Leonísk fatahönnunar brand, þar sem þau hittu fyrir Isatu Harrison, stofnanda Izelia. En þau munu vinna með henni og halda námskeið með klæðskerum Izelia á næstunni. Nemendurnir munu einnig taka þátt og leiða ýmis námskeið sem falla undir Aurora Impact sem við munum deila frá á næstunni.

Eva hefur nú kvatt okkur og var för hennar heitið aftur til Íslands, en við erum henni ákaflega þakklát fyrir hennar framlag og samstarf undanfarin tvö ár. Við erum einstaklega ánægð með að hún hafi getað komið hingað og hitt okkur og eytt tíma með fyrrum Sierra leónískum nemendum sínum hér í Freetown. En Eva kom hingað fyrir tveimur árum ásamt Tinnu Gunnarsdóttur, prófessor í vöruhönnun við sama listaháskóla (hér er hægt að lesa sér til um það) þar sem þær héldu námskeið og lögð grunn að komu nemenda frá Listaháskólanum til Freetown. Listaháskólanemendurnir, Kamilla, Guðrún og Láki, eru hins vegar rétt að hefja sinn tíma hér og á næstu vikum munuð þið sjá meira frá þeim hér og á samfélagsmiðlum okkar þar sem við munum deila frá þeim spennandi verkefnum sem þau taka að sér!


Fréttaannáll 2021 – kraftmiklu ári senn að ljúka!

2021 var viðburðaríkt ár hjá Aurora velgerðasjóði, mikið af viðburðum bæði í tengslum við ný og áframhaldandi verkefni. Skrifstofan í Freetown heldur áfram að stækka og í lok þessa kraftmikla árs lítum við bjartsýn til komandi tíma og tökum nýju ári með með sínum verkefnum og tímamótum fagnandi.

 

Janúar

Aurora gaf sex tölvur og tölvuskjái ásamt fylgihlutum til Ola During barnaspítalans í Freetown.

 

Nemendur við Lettie Stuart Pottery keramiksetrið kláruðu 18 mánaða keramikskólann og voru spennt fyrir komandi tímum að þjálfuninni lokinni en þau hafa nú verið ráðin til setursins sem starfsnemar.

 

Febrúar

Við sendum af stað fyrsta gáminn fullan af Sweet Salone vörum frá Freetown alla leið til Reykjavíkur og Bandaríkjanna. Um er að ræða stórt skref og mikilvæg tímamót fyrir bæði okkur og handverksfólkið sem við vinnum með!

 

Við vorum einnig viðstödd útskriftarathöfn nýju keramikeranna frá Lettie Stuart keramiksetrinu í Waterloo!

 

Mars

Í mars afhentum við sjúkrahúsrúm til þriggja spítala fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri. Í fyrsta lagi voru það 28 rúm sem afhent voru Princess Christian Maternity Hospital (PCMH) í austurhluta Freetown. PCMH hafði óskað eftir frekari aðstoð eftir að Sjúkrahús Akureyrar gaf rúm þangað árið 2017 (hér má lesa meira um það!) og var nú brugðist við þeirri ósk. Í öðru lagi voru fjögur rúm gefin til Brama Community Hospital sem staðsettur er á Waterloo-Maisaka þjóðveginum, en það er þorpið þar sem vefararnir okkar búa í. Síðast en ekki síst fóru sex rúm til UBC Mattru Hospital í Mattru Jong undir lok mánaðarins. Mattru Jong er höfuðstaður Bonthe héraðsins, í suðurhluta Sierra Leóne, og er sjúkrahúsið aðalsjúkrahús héraðsins.

 

Mars var annasamur mánuður hjá okkur og fyrsta Ideation námskeiðinu okkar lauk með árangursríkum hætti! Námskeiðið var haldið yfir fjórar vikur og mættu níu þátttakendur alls í átta skipti og tóku þátt í verklegri og gagnvirkri kennslu í hvernig á að hugsa og hanna verkefni með það að leiðarljósi að leysa samfélagslegt vandamál sem þau tilgreindu sjálf.

 

Ennfremur útskrifuðum við annan árganginn úr Pre-accelerator prógramminu! Á meðfylgjandi mynd má sjá einn nemendanna, Martha Tiange Tucker stofnanda Tian’s Closet, með vöru sína í bígerð.

 

Að lokum naut Lettie Stuart keramiksetrið í Waterloo viðveru Guðbjargar og Peters, keramikeranna og vina okkar sem héldu áfram að vinna með keramikerum LSP og styðja við starf setursins.

 

Apríl

Aurora heimsótti Susan’s Bay þar sem hræðilegt brunaslys hafði átt sér stað og afhenti stuttermaboli fyrir börn sem gefnir voru af Íslandsbanka. Yfir 7.000 manns urðu fyrir skaða í brunanum og í kringum 200 heimili eyðilögðust á þessu stærsta ófromlega búsvæði Sierra Leóne.

 

Maí

Við birtum áhrifamat Sweet Salone verkefnisins fyrir árið 2020 en verkefnið tengir saman handverksfólk í Sierra Leóne og alþjóðlega hönnuði. Verkefnið hefur vaxið jafnt og þétt síðan það hófst árið 2017 og höfum við framkvæmt áhfrifamat síðan 2019 með gögnum um framleiðsluferli og efnahagslega stöðu samstarfsfólks okkar. Hér má finna áhrifamatið fyrir 2020.

 

Júní

Við útskrifuðum fyrsta hópinn úr nýjum vefsíðukúrsi. Námskeiðið stóð yfir í tvær vikur og var skipulagt í samstarfi við Byte Limited. Lærðu þátttakendur að nota WordPress til að hanna og þróa vefsíður. Á myndinni hér fyrir neðan sjáið þið hversu einbeittir þátttakendurnir voru!

 

Júlí

Tveir spennandi samningar voru undirritaðir í mánuðinum. Við skrifuðum undir samkomulag (e. memorandum of understanding) við Byte Limited um að halda áfram samstarfi við gerð og framkvæmd tölvunámskeiða.

 

Einnig skrifuðum við undir samning um samstarf við Barnaheill – Save the Children á Íslandi varðandi framleiðslu á handgerðum armböndum sem samtökin munu selja í fjáröflunarskyni fyrir verkefni sem framkvæma á í Sierra Leone. Armböndin eru hönnuð af Hanna Samura, handverks -og markaðskonu á Lumley Beach Market í Freetown, sem er einn af samstarfsaðilum Auroru í Sweet Salone verkefninu. Við erum ákaflega spennt fyrir þessu vekefni sem mun halda áfram inn í nýja árið.

 

Ágúst

Stjórn Auroru hittist aftur í eiginpersónu eftir langt hlé vegna Covid-19 faraldursins og nýtti tækifærið til að leggja línurnar fyrir næstu ár, ásamt því að nýr stjórnarmeðlimur var boðinn velkominn.

 

September

Við kvöddum Makalay, sem hafði unnið að Sweet Salone verkefninu okkar síðastliðið eitt og hálft ár. Til að kveðja almennilega fór allt Aurora teymið í Lettie Stuart keramiksetrið og tók þátt í dagsnámskeiði þar sem við fengum að reyna okkur við að renna keramik. Lærdómsrík og virkilega skemmtileg upplifun sem við getum svo sannarlega mælt með!

 

Október

Þriðji árgangur Pre-accelerator prógrammsins var í fullum gangi og fengu nemendur meðal annars fjármálafræðslu frá Rosetta Wilson og fræðslu um skattalöggjöf -og reglur í landinu frá Alfred Akibo-Betts, stofnanda The Betts Firm.

 

Nóvember

Það er ekki auðvelt að velja úr hátindum nóvembermánaðar þar sem um var að ræða virkilega erilsaman mánuð hjá okkur en eftirfarandi eru fjórir eftirminnilegir atburðir og tímamót. Til að byrja með skrifuðum við undir fimm ára samstarfssamning við SLADEA til að tryggja áframhald þess góða starfs sem unnið hefur verið að undanförnu í Lettie Stuart keramiksetrinu.

 

Síðan tókum við þátt í Frumkvöðlaviku Sierra Leone með því að vera með-gestgjafi viðburðarins Dare2-Aspire: Women in Entrepreneurship. Einnig skipulögðum við hringborðsumræðurmeð yfirskriftinni ‘ungmenni, menntun og uppbygging frumkvöðlahugarfars’ sem var fylgt eftir með pitch kvöldi fyrir konur í frumkvöðlageiranum. Á meðal þeirra kvenna sem tóku þátt voru tvær ungar konur úr Pre-accelerator prógramminu okkar.

 

Við útskrifuðum einnig þriðja árgang Pre-accelerator prógrammsins en sama dag og útskriftarathöfnin átti sér stað héldum við sýningardag þar sem nemendurnir, ásamt nemendum fyrri árganga, fengu tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir boðsgestum. Dagurinn heppnaðist virkilega vel og vorum við, gestir og útskriftarnemar öll ánægð með afraksturinn!

 

Síðast en svo sannarlega ekki síst héldum við tvo markaði með Sweet Salone vörum, annan í Reykjavík þar sem starfsneminn okkar Urður Ásta tók þátt í fyrsta viðburði með okkur, og hinn í Freetown. Báðir markaðir gengu eins og í sögu og seldist margt upp, eins og sjá má á brosmilda teyminu okkar á mynd sem tekin var á öðrum markaðsdeginum í Freetown.

 

Desember

Í desember sendum við af stað Sweet Salone gám númer tvö! En í þetta skiptið lá leiðin til Hollands, Bretlands og Íslands. Við höfðum gaman að því að undirbúa vörurnar fyrir flutninginn og kvöddum stolt gám fullan af Sweet Salone vörum á höfninni í Freetown.

 

Kraumsverðlaunahafar voru einnig tilkynntir í fjórtánda sinn með viðhöfn í Mengi, eftir að verðlaunaathöfnin hafði verið haldin utandyra á síðasta ári sökum faraldursins. Hér eru verðlaunahafarnir 2021 samankomnir og við hlökkum til að sjá hvaða áhrif þessir listamenn munu hafa á tónlistarsenuna í náinni framtíð!


Breytingar á teymi Auroru

Því miður þurftum við í síðustu viku að kveðja vinnufélaga okkar til eins og hálfs árs, hana Makalay, þar sem hún fer nú til annarra starfa. Síðan hún byrjaði hjá Auroru í Freetown hefur Makalay verið mikilvægur partur af litla teyminu okkar og átt stóran þátt í vexti Sweet Salone verkefnisins. Hún tók meðal annars þátt í því að undirbúa og senda fyrsta fulla gáminn sem við sendum úr landi með Sweet Salone vörum sl. febrúar og að skipuleggja fyrstu tvo pop-up markaðina okkar í Freetown.

Þar sem við vildum kveðja Makalay með veglegum hætti fórum við öll saman í Lettie Stuart Pottery keramaikverkstæðið. Þar fékk Auroru teymið að reyna sig við leirkeragerð á stuttu og skemmtilegu dagsnámskeiði sem boðið er upp á í LSP um helgar. Við óskum Makalay að sjálfsögðu áframhaldandi velfarnaðar í sínum störfum á öðrum vettvangi!


Á höttunum eftir nýjum frumkvöðlafyrirtækjum!

Okkur er mikil ánægja að tilkynna að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir fyrir nýjasta árgang pre-accelerator prógrammsins okkar. Síðastliðna mánuði höfum við fengið endurgjöf frá fyrri og núverandi nemendum og gert breytingar á námsáætluninni. Það verður til að mynda gerð breyting á tímasetningu en fjórði árgangurinn mun núna mæta á skrifstofuna annan hvern miðvikudag, í stað hverrar viku.


Stjórn Auroru hittist loksins!

Stjórn Auroru hittist loks í eigin persónu nú í ágúst – eftir að hafa einungis fundað á TEAMS undanfarin tvö ár!

Fundurinn stóð í tvo daga og ræddi stjórnin bæði þróun Auroru undanfarin tvö ár og lagði línurnar fyrir næstu árin. Stjórnin velti upp þróun einstakra verkefna undanfarið, einkum í ljósi aðstæðna en heimsfaraldurinn hefur vissulega haft áhrif í Sierra Leone eins og annarsstaðar. Niðurstaðan var ansi jákvæð og var stjórn ánægð með hvernig starfsfólk Auroru hafi tekst að halda góðum dampi í verkefnum á þessu erfiðum tímum. Fyrir komandi ár er stjórn Aurora metnaðarfull fyrir hönd Auroru og væntir mikillar grósku í öllum núverandi verkefnum og áhugi er á að skoða áframhaldandi tónlistarverkefni á næstu árum.

Áður en almenn fundastörf hófust hélt Aurora aðalfund þar sem farið var yfir ársreikning og ársskýrslu fyrir árið 2020 og breyting var gerð á stjórn. Birta Ólafsdóttir lét af stjórnarmennsku eftir 7 ár í stjórn. Aurora er einstaklega þakklát Birtu fyrir hennar mikla framlag til Auroru, einkum hönnun og uppsetning á skrifstofu Auroru í Sierra Leone, en einnig hefur hún stutt við framkvæmdastjóra á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Við óskum Birtu velfarnaðar í sýnum störfum og þökkum henni kærlega fyrir!

Nýr stjórnarmaður tók við sæti Birtu, það er Ólafur Orri Ólafsson og erum við spennt að vinna með honum í framtíðinni. Hann þekkir störf Auroru vel og hefur komið nokkrum sinnum til Sierra Leone og þekkir því til þar einnig. Velkominn til starfa Ólafur Orri Ólafsson!


Fyrsti Sweet Salone gámurinn

Aurora velgerðasjóður sendi nú á dögunum í fyrsta sinn úr höfn, fullan gám af Sweet Salone vörum, sem allar eru handgerðar í Sierra Leone. Viðkomustaðir gámsins eru Reykjavík og vesturströnd Bandaríkjanna. Um er að ræða stórt skref fyrir Auroru og allt handverksfólkið sem við vinum með. Við hlökkum til að sjá afraksturinn og halda áfram á sömu braut til að styðja við og efla handverk, atvinnusköpun, tækifæri til vaxtar fyrir einstaklinga og samfélög og síðast en ekki síst Sierra Leonískan útflutning.

 

 

   


2020 in a nutshell!

Looking back on 2020, we can say the year has not been boring! Even though the year did not develop as we all planned, we can definitely look back on an interesting year with many achievements:

January

Starting the year with a bang, we welcomed both Eva María Árnadóttir and Tinna Gunnarsdóttir from the University of Arts in Reykjavik to Sierra Leone. While Tinna was teaching a course for the pottery students at the Lettie Stuart Pottery center in Waterloo, Eva taught a fashion course in sustainability and creativity at our office in Freetown. 

And then they were six! Another employee Makalay Suma joined the Aurora team in Freetown as the Project Coordinator for our Sweet Salone project.

Then, on the 23rd of January, we celebrated Aurora’s birthday with a very exciting event – our office’s official opening in Freetown! Even though we have been operating in this office for a while, we finally got the chance to formally celebrate, especially as one of Aurora´s founders and one of the two designers of our beautiful office Ingibjörg Kristjánsdóttir, was in town!

February

Finally, after a lot of preparations and interviews, the pre-accelerator programme commenced! Seven start-ups joined us at the office in Freetown, where they engaged in interactive sessions and worked together to develop their business ideas.

March

While the pre-accelerator programme continued, we invited guest speakers that shared their stories about doing business in Sierra Leone. We are very grateful for Alexandre Tourre, Henry Henrysson and Ajara Bomah, who donated their time and efforts to inspire the start-ups on different levels. 

March was also a month of big shifts – as COVID-19 developed worldwide, the decision was made to close the office in Freetown and ensure the safety and health of our colleagues. This also meant that we moved our weekly team meetings to a digital space.

April

While working remotely, we acknowledged the (increasing) need to shop online. From there, www.aurorawebshop.com was born! While we have already been selling our goods from our Sweet Salone project in Sierra Leone and Iceland, we can now ship worldwide!

May

To support various initiatives to prevent further spread of COVID-19 in Sierra Leone, Aurora donated 2500 face masks, 100 bottles of sanitiser and 100 bottles of hand soap to Grassroot Gender Empowerment Movement (GGEM), the microcredit institution that we have been supporting for over 6 years now. The masks were produced by Martha [link], and Aurora´s team in Sierra Leone handed over the donation to GGEM.

June

In line with our projects in the creative sector, Aurora Foundation signed an agreement with Mengi to cooperate over the upcoming years. Mengi is a multi-purpose space in Reykjavik whose purpose is to foster innovation, support grassroots initiatives, and nurture the heritage of creative art.

July

Aurora Foundation signed a contract with the Icelandic Ministry of Foreign Affairs, which will co-finance further support to the Lettie Stuart Pottery Centre. With the support, Aurora can have two international potters joining the center for several months in 2021 to provide vital assistance in making the center operate sustainably.

August

Finally, the team was back together! All necessary COVID tests were done and came back negative, which meant we could resume our work in person. We also picked up the pre-accelerator programme after a couple of months of digital updates.

September

A documentary that Aurora supported the making of The Hero´s Journey to the Third Pole, was finally premiered after several delays due to COVID. The film was the opening film of the Reykjavik International Film Festival (RIFF). The film is about living with bipolar disorder and is an exceptionally sensitive and beautiful story. It is a travel story about an unexpected friendship, which opens a discussion of what it means to live with a mental illness. 

We at Aurora are incredibly proud to have been able to support the film’s making and thereby raise awareness of mental illnesses.

October

We had a very proud moment in October as Cohort 1 of the pre-accelerator programme graduated! We amended their graduation to ensure COVID measures could be adhered to, but the start-ups were still able to pitch their businesses to an audience that existed of the previous guest speakers.

Furthermore, Aurora organised its first ICT course since March 2020. With a smaller number of students, we were able to organise a Beginner ICT training with our partner Byte Limited while business was picking up again.

November

While the first cohort graduated, so started a new one! This time, eight start-ups have joined us at the office, where they will be working for the upcoming four months. Interested in the different start-ups? Read more here!

Meanwhile, Aurora and the Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) signed a new agreement regarding operations at the Lettie Stuart Pottery Centre. This agreement, which will terminate at the end of April 2021, includes, amongst other things, the support of the Ministry of Foreign Affairs of Iceland.

Last but not least, Aurora organised their first ‘get ready for Christmas market’ in Freetown! Together with the Lettie Stuart Pottery staff, we sold many items that were created by the artisans we work with in our Sweet Salone project. In light of the holidays, we donated 10% of all sales to the charity Uman Tok.

December

As for the part thirteen years, Aurora presented the Kraumur Music Awards in December, an award given to Icelandic albums that have excelled during the year in terms of quality, ambitions and originality. As the award ceremony could not take place in traditional matters due to COVID measures, it was decided to organise the awards outside in Reykjavik´s main shopping street with one of the artists giving a performance inside a shopping window at the end of the ceremony.

And for 2021? We are very excited to launch a new Ideation program, have new start-ups join us for our third pre-accelerator programme, welcome both Peter and Gudbjorg back in Sierra Leone to work at the Lettie Stuart Pottery, ship the first whole container of Sweet Salone products out of Sierra Leone and and so many more things coming up – it will be a year full of adventure and exciting things! Stay tuned!


Get-ready-for-Christmas-market

Last week, we organised a ‘get-ready-for-Christmas-market’ in Freetown! For 2 days we transformed Aurora’s office to a marketplace where different goods were sold, all made by artisans we cooperate with!

With all sales made at the Christmas market, we donated 10% to the charity Uman Tok – a small NGO that produces and distributes reusable menstrual hygiene kits, and gives sexual, reproductive health education to combat sexual and gender-based violence & school dropouts.


The team is back together!

Við erum búin að opna á ný! Regína og Suzanne flugu loks aftur til Freetown í síðustu viku, eftir að hafa verið 5 mánuði í burtu. Eftir að ferðalangarnir höfðu klárað skildu COVID19-prófin (sem voru öll neikvæð!) opnaðum við skrifstofuna á ný formlega og er hún nú opin daglega eins og áður. Hinn hluti starfsliðs Auroru hafa haldið verkefnunum í Sierra Leone á floti og hist einu sinni í viku á skrifstofunni undanfarna mánuði (takk Veronic,a Makalay, Foday & Juma!), og við gætum ekki verið glaðari að vera öll sameinuð á ný og geta komið öllum verkefnum á fullt skrið aftur.

Við munum halda áfram með Pre-Accelerator prógrammið okkar í næstu viku og mun það halda áfram næstu 6 vikurnar. Einnig munum við keyra í gang fljótlega önnur námskeið eins og t.d. tölvunámskeið og við erum búin að opna fyrir umsóknir í næsta Pre-Acclerator prógram hjá okkur. En meira um þetta allt síðar!


Við eigum afmæli!

Þann 23. janúar 2007 var Velgerðarsjóður Auroru stofnaður af Ólafi Ólafssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Núna 13 árum seinna höldum við upp á afrek sjóðsins með formlegri opnun nýju skrifstofunnar okkar í Freetown, Síerra Leóne!

Með hjálp frá mögnuðu hönnuðum, smiðum og öðrum listamönnum frá Sierra Leone er skrifstofan okkar orðin að veruleika og vonumst við til þess að umhverfið hafi skapandi og hvetjandi áhrif á samstarfsaðila okkar, frumkvöðla og nemendur sem munu dvelja hjá okkur til skemmri og lengri tíma.

Okkur langar að þakka öllum sem hafa komið að því, á einn eða annan hátt, að standsetja skrifstofuna, og einnig langar okkur að þakka þeim sem komu til að fagna með okkur síðastliðinn fimmtudag!


Annað frábært ár!

Með þessari frétt viljum við nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og samstarfið á liðnu ári og óskar ykkur gleðilegs nýs árs!

Okkur langar líka að taka smá stund og fara yfir liðið ár með því að nefna nokkra hápunkta ársins 2019:

Janúar – 1+1+1 teymið kom í heimsókn til Sierra Leone og vann m.a. mikið með vefurunum í Brama Town. Árangurinn var magnaður!

Febrúar – Opnun Lettie Stuart keramiksskólans! Eftir tímabil erfiðrar vinnu og undibúnings var skólinn formlega opnaður!

Auk opnun skólans var einnig undirritaður nýr samningur við Grassroots Gender Empowerment Movement (GGEM) Microfinance, sem er stofnun sem býður upp lán fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki.

Mars – Freetown Music Festival! Samblanda af íslenskum, enskum og síerra leónískum tónlistarmönnum.

Apríl – Við studdum við Magbenteh Community Boarding School með því að fjármagna hluta af matarprógramminu þeirra fyrir 186 nemendur og 10 starfsmenn.

Maí – Mánuður keramiks verkstæðisins! Bæði Peter Korompie og Guðbjörg Káradóttir komu í sjálfboðavinnu á verkstæðið í einn mánuð. Peter stýrði byggingu á nýja brennsluofninum og Guðbjörg hjálpaði til við kennsluna. Einnig voru settar upp sólarsellur og fékk verkstæðið þar með loksins rafmagn til að keyra nauðsynlegan búnað og veita lýsingu á skýjuðum dögum.

Júní – Stjórnarfundur Auroru var haldinn í Geneva í Sviss! Fundurinn stóð yfir í tvo daga og var þar rætt um liðna og komandi tíma og einnig var grunnurinn að Aurora Impact skipulagður!

Júlí – Jafnvel þótt rigningartímabilið stæði yfir sem hæst var undirbúningurinn fyrir útgáfu OSUSU plötunnar í fullum gangi!

Ágúst – Eftirmiðdagur á Íslandi með Guðbjörgu Káradóttur á Íslenska hönnunarsafninu.

September – Aurora fékk nýjan starfsmann! Suzanne byrjaði að vinna fyrir Auroru sem verkefnastjóri, og er eitt af stóru verkefnunum hennar nýtt verkefni  sem við köllum Aurora Impact. Við getum ekki beðið eftir að kynna þetta verkefni árið 2020!

Fyrsta lagið af plötunni Osusu var einnig gefið út, Woman. Platan er samstarfsverkefni íslenskra, breskra og síerra leónískra tónlistrarmanna. Hver hefði haldið fyrir ári síðan að í lok 2019 myndi heil plata koma út?

Október – Fyrsta tölvunámskeiðið var haldið á nýju skrifstofunni. 19 nemendur útskrifuðust eftir 3 vikna námskeið! Einnig gáfum við Leaders Collage 20 tölvur fyrir nýju upplýsingatækni stofunna þeirra.

Talandi um tölvur, þá gáfum við einng Leaders Collage 20 tölvur fyrir nýju upplýsingatækni stofuna þeirra í október.

Nóvember – Annar nýr starfsmaður hjá Aurora! Veronica gekk til liðs við okkur sem móttökuritari!

Annað tölvunámskeið var einnig haldið, og í þetta sinn var það tveggja vikna byrjendanámskeið. Nemendurnir stóðu sig frábærlega vel og vonumst við til að sjá eitthvað af þeim á framhaldsnámskeiðunum okkar!

Desember – Upphaf Technovation Girls í Sierra Leone! Við erum stollt af því að vera einn helsti styrktaraðili þessa verkefnis, þar sem ungar stúlkur á aldrinum 10-18 ára læra grunnatriði kóðunnar og hvernig þróa á farsímaforrit. Þar að auki gáfum við þeim sex tölvur!


Utanríkisráðherra Íslands og föruneyti heimsækir Auroru í Sierra Leone

Sendinefnd frá utanríkisþjónustu Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson heimsótti skrifstofu Auroru velgerðasjóðs í Freetown. Þar fengu þau fræðslu um störf Auroru í Sierra Leone undanfarin 12 ár og sérstaklega um þau verkefni sem Aurora er að vinna að núna sem snúa að því að byggja brú milli Íslands og Sierra Leone.

Pétur Skúlason Waldorff, Martin Eyjólfsson og Eva Thengils

Regína að segja frá verkefnum Aurora í Sierra Leone

Engilbert Guðmundsson fyrrum yfirmaður Alþjóðabankans í
Sierra Leone og Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Auroru velgerðasjóðs

 


Aurora í Freetown stækkar!

Við bjóðum Suzanne hjartanlega velkomna í frábæra teymið okkar í Freetown. Við erum virkilega spennt að fá hana til starfa en hún mun m.a. leiða stóran hluta af nýja verkefninu okkar Aurora Impact – meira um það síðar!


Gleðilegt nýtt ár!

Kæru samstarfsaðilar og velunnarar

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs – megi gæfa og gleði fylgja ykkur

Við þökkum fyrir samstarf og stuðning á undanförnum árum og hlökkum til nýrra ævintýra

Árið í hnotskurn:

January

Aurora’s founders visited Sierra Leone and met with Aurora’s partners including the weavers in Brama Town, who are working with us in our Sweet Salone project

February

Weaving of a Sweet Salone pillow and blanket, designed by 1+1+1 underway, preparation for Design March 2018 underway

March

Sweet Salone products designed by 1+1+1 on display at Design March 2018

April

Villagers in Brama Town see the video Aurora made about the town’s weavers

May

And then they were four! Agnes joins Aurora’s office in Freetown

June

Fabric shopping in Malama Thomas Street Freetown for Sweet Salone dresses designed by As We Grow

July

Sweet Salone products for sale in Museum of Design and Applied Art, Iceland

August

We visited the two microfinance companies we have been supporting for the last few years

September

In Sierra Leone we have been looking for locally grown cotton for our Sweet Salone products, here we are in Samabendu, Tongolili seeing how the women spin the cotton

October

This fabulous team worked together in preparing for the re-opening of the Lettie Stuart Pottery School and Center

November

What a team! Musicians from Iceland, Sierra Leone and the UK jammed during the first Freetown Music Writing Week

December

The winners of the Kraumur Music Awards 2018

 


Aurora velgerðarsjóður 11 ára!

Aurora velgerðarsjóður var stofnaður þann 23. janúar árið 2007. Þegar við lítum til baka er ánægjulegt að sjá hversu miklu hefur verið áorkað á þeim árum sem liðin eru.

Fram til dagsins í dag, hafa 36 verkefni verið styrkt af sjóðnum í 8 löndum. Aðaláherslan hefur verið á Sierra Leone þar sem 13 verkefni hafa verið styrkt, og Ísland með alls 15 verkefni. Alls hefur yfir 800 milljónum króna verið varið til þessara verkefna.

Um 400 milljónir króna hafa runnið til íslenskra verkefna, einkum á sviði tónlistar og hönnunar, á meðan um 350 milljónum króna hefur verið veitt til stuðnings verkefnum í Sierra Leone. Við hlökkum til áframhaldandi vinnu við þau verkefni sem hrundið hefur verið af stað, sem og þeirrar vinnu sem bíður okkar með nýjum verkefnum.

 

 


Aurora auglýsir eftir starfsnema sem mun hafa aðsetur í Sierra Leone

Fyrir nánari upplýsingar varðandi starfið vinsamlegast ýtið á hlekkinn hér fyrir neðan

Aurora-Foundation-seeks-Intern

 

 

 

 

 

 

 

 


Starfsfólk Auroru velgerðasjóðs aðstoðar eftir hamfarir í Freetown

Skelfilegar hamfarir áttu sér stað með aurflóðunum í útjaðri Freetown í Sierra Leone.  Um 400 manns hafa fundist látnir í rústunum þar af stór hluti börn, en að minnsta kosti 600 er enn saknað. Aurora hefur starfað í Sierra Leone undanfarin 10 ár og telur sig gífurlega lánsama að ekkert af samstarfsfólki þess hefur orðið illa úti vegna þessara atburða. Mörg þúsund Sierra Leone búa hafa misst ættingja og vini og einnig í mörgum tilvikum heimili sín. Aurora velgerðasjóður leggur sitt af mörkum almennt til uppbyggingar í Sierra Leone en til þess að koma þeim til aðstoðar sem misstu allt í hamförunum í Sierra Leone á síðasta mánudag höfum við gefið töluvert magn af nýjum bolum. Hugur okkar hjá Auroru velgerðasjóði er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda.

 

 


Aurora opnar nýja skrifstofu í Freetown

Í dag er stór dagur í starfsemi Aurora Foundation hér í Sierra Leone því við höfum opnað nýja skrifstofu hér í Freetown. Aurora hefur á síðustu 10 árum stutt við margs konar verkefni hér í Sierra Leone og opnar nú sitt fyrsta útibú.

Aurora fagnar nú 10 ára starfsafmæli sínu en sjóðurinn var stofnaður í janúar 2007. Það er því við hæfi að fagna þeim tímamótum með þessum hætti, sem mun án efa styrkja enn frekar gott samband sjóðsins við þetta magnaða land.

Við opnun skrifstofunnar tók Foday Balama Serray til starfa og er hann fyrsti starfsmaðurinn sem við ráðum til okkar hér í Sierra Leone. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn til starfa og við hlökkum til þess að vinna með honum í framtíðinni!


Rausnarlegt framlag Deloitte við starfsemi Auroru

Aurora hefur átt gott og farsælt samstarf við Deloitte undanfarin ár. Deloitte hefur séð um að annast ársreikningagerð fyrir Auroru velgerðasjóð og dóttursjóðina tvo, Kraum tónlistarsjóð og Hönnunarsjóð Auroru.

Á nýliðnum aðalfundi Auroru velgerðasjóðs tilkynntu fulltrúar Deloitte, í kjölfar kynningar á ársreikningnum, að öll vinna fyrir þennan ársreikning og fyrir ársreikninga Auroru í framtíðinni sé framlag Deloitte til þess góða starfs sem Aurora sé að vinna að. En þess má geta að Aurora hefur veitt 786 milljónir króna til verkefna bæði hér á landi og erlendis frá stofnun fyrir 10 árum síðan.

Stjórn Auroru vill hér með koma á framfæri sérstöku þakklæti til stjórnar Deloitte fyrir þetta rausnarlega framlag og hlakkar til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni.


Annáll Auroru velgerðasjóðs 2015

Árið 2015 var gott ár í starfi Auroru velgerðasjóðs, en þetta var áttunda starfsár sjóðsins.
Styrkt voru 7 mismunandi verkefni fyrir samtals tæplega 59 milljónir króna.

Í heild hefur sjóðurinn styrkt verkefni fyrir um samtals 742 milljónir króna frá stofnun árið 2007 fram til ársins 2015.

Árið í hnotskurn:
Í upphafi árs lagði Aurora velgerðasjóður til 3,4 m.kr. til byggingar nýs skóla í Loitokitok, sem er á Masai Mara svæðinu í Kenía, í gegnum ABC barnahjálp. Nýja skólabyggingin var tekin í notkun í september.

Dótturfélög Auroru velgerðasjóðs létu taka til sín á árinu, þótt verulega hefur dregið úr formlegu starfi Kraums. Hönnunarsjóður Aurora fékk 25 m.kr. á árinu og Kraumur 5 m. kr.
Í  mars stóðu Kraumur ásamt Hönnunarsjóð Auroru fyrir glæsilegu götu-tónlistarpartíi á Hönnunarmars. Hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mættust í pop-up borg framtíðarinnar í porti Listasafns Reykjavíkur laugardagskvöldið 14.mars í Götu-partý Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru.

Hönnunarsjóður Auroru stóð einnig fyrir sýningu og viðburðadagskrá í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT var kynnt. Í framhaldinu gaf Hönnunarsjóðurinn út kynningarrit um verkefnið. Sýningunni og viðburðunum voru gerð góð skil í fjölmiðlum og m.a. var gerð fimm þátta útvarpssería um verkefnið hjá RUV.

Í júlí styrkti Hönnunarsjóður Auroru útgáfu bókverks um Högnu  Sigurðardóttur arketikts sem Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt hefur unnið að.
Aurora velgerðasjóður gerði tvo lánasamninga við örlánafyrirtæki (e. micro credit) í Sierra Leone á seinni hluta árs árið 2014. Fyrirtækin endurlána bæði einstaklingum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum og hefur þessi lánastarfsemi gengið vel og höfum við deilt nokkrum sögum hér á heimasíðu Auroru. Í maí var greidd út síðasta greiðsla til örlánafyrirtækjanna að upphæð 13 m.kr. sem öll hefur verið endurlánuð áfram og er þakklætið mikið hjá heimamönnum, ekki síst þar sem margir aðrir erlendir aðilar drógu verulega úr öllum stuðningi vegna ebólu faraldsins sem geysaði í Sierra Leone á árunum 2014 og 2015.

Í upphafi árs 2015 skrifaði Aurora velgerðasjóður undir samning við stjórnvöld í Sierra Leone um að taka við rekstri fjögurra löndunar- og fiskvinnslustöðva ásamt öðru félagi. Stofnað var nýtt fyrirtæki í Sierra Leone Neptune sem mun sjá um reksturinn. Hefur Aurora lagt fram rúmlega 8 m.kr. til þessa verkefnis á árinu, en þessi samningur er til 10 ára. Þetta er tímamótasamningur fyrir Aurora velgerðasjóð þar sem bein aðkoma sjóðsins verður mikil að þessu verkefni. Neptune tók formlega við fiskvinnslu- og löndunarstöðvunum á seinni hluta ársins.

Vinafélag Vinjar fékk þriðju úthlutunina af þremur, 1 m.kr., undir lok árs fyrir það mikilvæga starf sem fer fram á vegum Rauða Krossins á Hverfisgötunni
Í desember var síðan Kraumslistinn valinn og í kjölfarið voru 6 tónlistarmönnum og hljómsveitum veitt Kraumsverðlaunin við hátíðlega athöfn í Vonarstræti.


Auður Einarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Aurora velgerðasjóðs

Auður hefur gengt starfi framkvæmdastjóra Aurora velgerðasjóðs undanfarin fimm ár.  Hún hefur nú flust búferlum til Hollands ásamt fjölskyldu sinni og lét af störfum í byrjun ágúst.
Aurora hefur sinnt þróunarstarfi víðsvegar um heim undanfarin ár en hefur nú ákveðið að leggja enn meiri kraft í það starf og minnka áherslu á verkefni sín á Íslandi.  Fyrr á árinu var Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur ráðin til þess að stýra þróunarverkefnum Aurora og mun hún nú einnig taka við starfi framkæmdastjóra Aurora velgerðasjóðs.
Stjórn Aurora þakkar Auði fyrir afar farsælt, gott og skemmtilegt samstarf á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar í Hollandi.


Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur ráðin framkvæmdastjóri þróunarmála hjá Aurora velgerðarsjóði.

Regína hefur gegnt starfi forstöðumanns greiningardeildar Arion banka frá því í nóvember 2013. Áður starfaði Regína sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans frá árinu 2007. Hún var verkefnastjóri hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Guyana frá 2005 til 2007. Þá starfaði Regína við greiningar á hrávörumörkuðum og ráðgjöf hjá CRU Analysis og CRU Strategies í London frá 2001 til 2005.
Aurora hefur ákveðið að leggja enn meiri kraft í þróunarstarf og er Regína ráðin til að stýra því starfi. Hún mun hafa aðsetur á Íslandi og fylgja verkefnum eftir með því að heimsækja svæði þar sem sjóðurinn starfar í nánu samstarfi við heimafólk.
Regína er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í þróunarhagfræði frá School of Oriental and African Studies, London.


Mikill fjöldi sótti um stöðu framkvæmdastjóra þróunarmála

Aurora velgerðasjóður auglýsti á dögunum eftir aðila í stöðu framkvæmdastjóra velgerðamála þar sem sjóðurinn ætlar að ráðast í nokkur metnaðarfull verkefni á næstunni í Sierra Leone.  Það er skemmst frá því að segja að um 150 manns sóttu um starfið á Íslandi og 50 manns sóttu um í Sviss.  Það er því ærið verkefni að fara yfir umsóknir og má búast við því að viðtöl fari fram í febrúar og að búið verði að ráða í starfið í apríl.  Stjórn Auroru er þakklát öllum þeim fjölda sem sýndu starfinu áhuga og er ljóst að það er mikið af  fólki sem vill vinna með sjóðnum í að bæta heiminn.


Stjórnarformaður Auroru skrifar um Sierra Leone í Morgunblaðið

Laugardaginn 13. desember birtist þessi grein í Morgunblaðinu.


Framkvæmdastjóri þróunarverkefna

Aurora velgerðarsjóður hyggst ráðast í nokkur metnaðarfull verkefni í Sierra Leone á komandi misserum. Til að stýra þróunarverkefnum Aurora er leitað að framkvæmdastjóra sem sér um daglega stjórnun þessa verkefnis.

Staðan heyrir beint undir stjórnarformann sjóðsins. Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum einstaklingum, öllum búsettum erlendis. Framkvæmdastjórinn hefur aðsetur í Lausanne í Sviss en dvelur að jafnaði um 6 mánuði á hverju ári í Sierra Leone.

Kjörið tækifæri fyrir einstakling sem hefur náð góðum árangri í starfi og langar að takast á við nýjar áskoranir á sviði þróunarmála á erlendri grund.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2015. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.


Fundur með forseta Sierra Leone

Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs áttu fund með forseta Sierra Leone Dr.Ernest Bai Koroma í State House í boði forsetafrúarinnar.  Markmið fundarins var að kynna fjárfestingaáætlun sjóðsins fyrir fiskiðnaðinn í landinu og framlag sjóðsins til góðgerðamála í Sierra Leone.
Fulltrúi forsetafrúarinnar kynnti fulltrúa sjóðsins fyrir forsetanum og sagði jafnframt að sjóðurinn hafi unnið í landinu frá 2005 og hafi á þeim tíma byggt 67 skóla, þjálfað 270 kennara og formað fjölmarga mæðraklúbba í Kono héraði.    Hann tjáði forsetanum jafnframt að sjóðurinn hyggðist fjárfesta í Sierra Leone í gegnum viðskiptahlið sjóðsins með því að taka að sér rekstur löndunarstöðva í landinu.
Stjórnarformaður sjóðsins Ólafur Ólafsson tjáði forsetanum það að sjóðurinn, í gegnum sjávarútvegsfyrirtæki sitt hefði tekið þátt í uppboðsferli fyrir löndunarstöðvar og hefði fengið þrjár af fjórum löndunarstöðvum sem boðið var í.  Þó ætti enn eftir að ganga frá samningum en það væri langt komið.  Hann bætti við að þessar þrjár löndunarstöðvar myndu ráða um 300 starfsmenn og yrði meirihluti þeirra fólk af staðnum.  Hann sagði jafnframt að sjómennirnir og starfsmenn löndunarstöðvanna fengju þjálfun í meðhöndlun fisks við veiðar og framleiðslu.  Jafnframt fengju þeir aðgang að betri verkfærum til að bæta veiðigetu og gæði.
Forsetinn Dr.Koroma bauð þá velkomna og þakkaði þeim fyrir að heimsækja landið hans á þessum erfiðu tímum.  Hann var glaður að heyra að sjóðurinn hefði unnið í landinu frá 2005 og tekið þannig þátt í uppbyggingunni og bætt þannig líf fjölmargra íbúa með stuðningi við menntun og nú einnig með spennandi fjárfestingaáætlunum.
Forsetinn sagði jafnframt að hann væri mjög hrifinn af nálgun sjóðsins á viðfangsefnum sem og  heildarsýn.  Hann sagði að sjóðurinn væri sá fyrsti til að blanda saman góðgerðum og viðskiptum sem mun geta leitt af sér sjálfbærni þe að viðskiptahlíðin muni styðja góðgerðahliðina sem á sama tíma mun hafa jákvæð áhrif á tekjur og viðskiptaþróun fólksins á staðnum.    Hann þakkaði fyrir það að Sierra Leone væri blessað með gjöfulum fiskimiðum og væru margir að vinna við þau en því miður ekki að uppskera mikið sem og að áhrif þessa á samfélagið væri ekki eins mikil og þau gætu orðið.  Hann endaði fundinn á því að óska sjóðnum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekst á við og lofaði fullum stuðningi við þau.


Umsóknarfrestur til 1.desember

Aurora velgerðasjóður er með opið fyrir umsóknir til 1.desember en úthlutað verður í byrjun árs 2014.   Tekið er á móti umsóknum í prentformi á heimilisfang sjóðsins Vonarstræti 4b og í tölvupósti á netfangið ae@aurorafund.is.  Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri sjóðsins Auður Einarsdóttir.


Umsóknarfrestur er liðinn 

Aurora velgerðasjóður tók á móti umsóknum til 1.nóvember fyrir úthlutun 2013.  Sjóðnum bárust fjöldinn allur af fjölbreyttum umsóknum og verðum við í sambandi við umsækjendur á næstu vikum.  Árleg úthlutun verður síðan í janúar/febrúar.


Ferð stjórnar til Sierra Leone

Það var átta manna hópur Íslendinga sem beið óþreyjufullur við innritunarborðið á flugvellinum á Heathrow til að komast í flug til Freetown, Sierra Leone nú í byrjun nóvember. Flugið var yfirbókað sem jók spennuna enn frekar, okkur var boðið að vera degi lengur í London með góðan vasapening en við afþökkuðum, dagskrá næstu daga var þéttsetin og hafði tekið langan tíma í undirbúningi svo við vildum ólm komast á áfangastað.
Hópurinn sem um ræðir var stjórn Auroru og framkvæmdastjóri ásamt framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi.
Tilgangur ferðarinnar var að kynna okkur stöðu menntaverkefnisins sem Aurora styrkir þar í landi og unnið er í samvinnu við Unicef og menntayfirvöld í landinu.   Að sjá hverju hefur verið áorkað og heimsækja nokkra skóla sem komust á legg vegna fjárframlags sjóðsins. En einnig að skoða hugsanleg ný verkefni á vegum hjálparstofnana og jafnvel einstaklinga.
Undanfarin ár hafa tugir skólabygginga risið víðs vegar um landið að tilstuðlan stofnenda velgerðarsjóðsins Auroru.  Til að byrja með var áherslan lögð á byggingu skólahúsnæðis, víðs vegar í afskekktum byggðum landsins, enda var þörfin mikil, þar sem mikið hafði eyðilagst í í borgarastyrjöldinni sem geisaði í landinu frá 1991 – 2002.    50 skólar voru byggðir árið 2007 fyrir fjárframlag frá Ólafi og Ingibjörgu  en í framhaldi af því settu þau á laggirnar velgerðarsjóðinn  og hefur hann styrkt menntaverkefnið síðan 2008. Ákveðið var að einbeita sér að einu héraði og var Kono hérað fyrir valinu.  Það er í austanverðu landinu og liggur að landamærum Gíneu. Þar eru einnig helstu demantanámur landsins og þar af leiðandi fór það hérað mjög illa í borgarastríðinu.  Í dag er áherslan lögð á að auka gæði námsins og að laga það sem best að þörfum barnanna og þá sérstaklega stúlkubarna.  Þar af leiðandi eru færri skólabyggingar reistar en meira lagt í  að endurmennta kennara, og þjálfa þá í kennsluaðferðum þar sem barnið er sett í forgang (child centered teaching).  Við hvern skóla eru stofnaðir “Mothers Clubs” og “School Management Committees”. Tilgangur “Mothers Club” er m.a. að vekja mæður samfélagsins til meðvitundar um mikilvægi menntunar og þá sérstaklega að virkja þær sem eftirlits- og stuðningsaðila dætra sinna á meðan á skólagöngu stendur.  Þær standa vörð um réttindi barna sinna og gegna mikilvægu hlutverki þegar mál koma upp sem tengjast kynferðislegu áreiti eða misnotkun.  Þeirra hlutverk er að fylgja eftir málum sem upp koma og sjá til þess að þau verði kærð til yfirvalda.
Markmiðið með stofnun “School Management Committee” sem er að mörgu leiti sambærilegt foreldraráði, er að samfélagið taki þannig meiri ábyrgð á skólastarfinu.  Það er á ábyrgð foreldraráðsins að skólastarfið gangi sem skyldi, það sér til þess að fá kennara til starfa, það sækir um endurmenntun fyrir þá og sér um öll samskipti við yfirvöld. Með þessu er verið að virkja samfélagið umhverfis hvern skóla,  það er á þeirra valdi að auka menntun og þekkingu barna sinna sem leiðir vonandi til betra lífs í framtíðinni.
En aftur að ferðinni þá flugum við svo snemma á þriðjudagsmorgni frá Freetown, höfuðborg landsins til Kono héraðs og lentum rétt fyrir utan Koidu borg sem er  höfuðborg héraðsins og þriðja stærsta borg landsins. Þar tóku á móti okkur starfsmenn Unicef; Vidhya Gangesh aðstoðar-framkvæmdastjóri Unicef í SL, en hún er frá Indlandi og er með mikla reynslu í þróunarmálum, Alison Parker, tengill á aðal-skrifstofunni í Freetown, Sunkarie Kabba Kamara, yfirmaður skrifstofu Unicef í Makeni,  Mario byggingar-verkfræðingur á vegum Unicef ásamt 4 bílstjórum með sína fararkosti.
Við héldum beint í heimsókn til fyrsta skólans, “Sirajudeen Islamic Primary School” en fyrir styrk frá Auroru var  byggður nýr skóli þar nú í ár. Nemendur eru 438 talsins, stúlkur 224 og drengir 214. Til viðmiðunar voru nemendur þessa skóla árið 2003 90 talsins, 50 stúlkur og 40 drengir. Okkur til mikillar ánægju var yfirkennarinn ung kona en annars allir kennarar karlkyns. Yfirkennarinn er jafnframt í fjarnámi til að ná sér í kennarapróf en menntamálaráðuneyti landsins í samvinnu við Unicef hóf fjarkennsluprógramm fyrir rúmu ári til að efla menntun kennara.

Nemendum skólans er skipt niður á 3 skólastofur sem þýðir að tæplega 150 börn eru í hverri stofu. Skólinn er semsagt búinn að sprengja utan af sér húsnæðið nú þegar og skýrði yfirkennarinn þetta á þann veg að þegar börnin í nærliggjandi þorpum sáu hversu falleg byggingin var komu mörg þeirra aftur í skólann sem höfðu hætt námi einhverra hluta vegna. Þannig var það ekki óalgeng sjón að sjá börn á öllum aldri í bekkjunum og mjög svo ánægjulegt að sjá hversu mikið aðdráttarafl skólarnir hafa. Auk skólabyggingarinnar voru einnig ný kynskipt salerni,  aðstaða til handþottar og vatnsbrunnur. Salernin eru mjög mikilvæg þar sem þau eru hluti af hreinlætisuppeldi og koma í veg fyrir kynferðislega áreitni sem stúlkur verða gjarnan fyrir í skólum þar sem engin salerni eru.
Vatnsbrunnarnir eru einnig órjúfanlegur hluti skólabyggingarinnar. Oft eru engir vatnsbrunnar fyrir í þorpunum og þurfa þorpsbúar þá gjarnan að sækja vatn langar leiðir. Vatnsburður er oftast verkefni ungra stúlkna og getur þanng komið í veg fyir skólagöngu þeirra. Með því að byggja brunninn í skólanum er þetta vandamál leyst auk þess sem vatnsbrunnurinn gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki.
Næst var ferðinni heitið til “Bandafaye Community School” en hann var byggður árið 2007. Þar eru nemendur 273, drengir 146 og stúlkur 127. Við fórum beint á fund með SMC (School Management Committee) og Mothers Club sem fræddu okkur á starfi þeirra og ekki var hægt annað en að hrífast af ákafa þeirra, vilja og krafti til að skapa betra samfélag. Eftir að hafa litið inn í skólastofur og hlýtt á söng nemenda var okkur boðið að koma og skoða þorpið þeirra sem við þáðum með þökkum. Þar voru konur  uppteknar við vinnu sína; þvo þvott, merja korn eða að selja vörur sínar á markaðinum sem var við þorpstorgið.  Við veltum því fyrir okkar  hvar karlarnir voru og komum auga á þá þar sem þeir sátu í notalegum skugganum undir tré.  Ekki óalgeng sjón á þessum slóðum.
Fundur með yfirmanni menntamála í Kono héraði, Mr. Komba,  var næstur á dagskrá. Mr Komba var mjög stoltur af framförunum sem átt hafa sér stað í menntamálum í héraðinu, bæði aukningu í skólabyggingum, þökk sé Auroru og Unicef, og auknum áhuga foreldra á að senda börn sín í skóla. Hann benti okkur á töflu sem sýndi árangur nemenda á lokaprófi 6.bekkjar (Primary School) en 79.4% nemenda náðu því prófi, 69.5% drengja og 90.4% stúlkna. Þessar tölur fara stighækkandi ár hvert að hans sögn.
Einnig var áhugavert að sjá skjal sem hékk upp á vegg frá “World Food Program” sem tiltók hvað hver nemandi átti heimtur á að fá að borða daglega; 100 gr af korni, 30 gr af baunum,  10 gr af grænmetisolíu og 3 gr af salti.
Seinasta heimsókn dagsins var til “Sumbedu Community School” og funduðum við með skólastjóra og kennurum. Þar fræddi skólastjórinn okkur á jákvæðum  áhrifum endurmenntunar bæði á kennara og nemendur.  Endumenntunin snýst m.a. um að uppfræða og þjálfa kennara í barnavænum kennsluaðiferðum þar sem þarfir barnsins hafa forgang en ekki kennarans. Hann sagðist ekki líta á sjálfan sig lengur sem kennara (teacher), heldur sem “facilitator” og meinti með því að hans hlutverk væri að auðvelda og hjálpa nemendum að skilja viðfangsefnið á þeirra eigin forsendum.  Hann sagði þetta hafa mjög jákvæð áhrif á nemendurna, þeir væru mun áhugasamari og ánægðari í skólanum og það skilaði sér einnig í betri árangri í náminu.
Einnig upplýsti hann okkur um það að aðeins einn kennari fyrir utan skólastjórann væri á launum frá ríkinu, mánaðarlaunin væru samsvarandi 50 USD en aðrir kennarar væru upp á foreldra og þorpsbúa komnir með aðstoð í formi smærri fjárframlaga, matarframlaga eða vinnuhjálpar.  Þarna kemur foreldraráðið (SMC) einnig sterkt inn en velferð kennara er á ábyrgð þess og því sér það oft um að afla tekna fyrir kennarana.
Eins og í hinum skólunum tóku börnin einkar vel á móti okkur og eftir hressilegan söng var galsi kominn í hópinn enda langur dagur að enda kominn.  Við brugðum á leik með þeim í nýjum leiktækjum sem höfðu verið sett upp á skólalóðinni.  Það stóð ekki á viðbrögðum frá hressum krökkunum og öll vildu þau ólm sýna okkur hvernig þau notuðu leiktækin og ekki var verra að fá mynd af sér í leiðinni.
Miðvikudagurinn byrjaði á heimsókn á héraðssjúkrahúsið í Koidu borg, nánar tiltekið á fæðingadeildina þar. Deildin var í nýrri byggingu sem hafði verið byggð fyrir styrk frá Unicef og öll aðstaða með ágætum.  Þó var tómlegt um að litast þegar okkur bar að garði og virtist ekki mikið um að vera á deildinni þá stundina. Yfirhjúkrunarkonan sannfærði okkur um að þetta væri mjög óvanalegt, deginum áður hefði verið fullt út úr dyrum.
Samkvæmt skýrslu sem unnin var af WHO, UNICEF, UNFPA, og The World Bank  eru dauðsföll vegna barneigna hæst í Sierra Leone, en af hverjum 100.000 barnsfæðandi konum deyja 2100. Næst á eftir kemur Afganistan með 1800 dauðsföll af hverjum 100.000 barnsfæðandi konum.  Helsta skýringin er að flestar konur eiga börn sín heima fyrir í þorpinu og ef eitthvað kemur upp á er oft of langt í hjálp.

Síðan var haldið til Magburaka, heilsugæsla sem er með sérstaka deild fyrir börn sem þjást af  næringarskorti. 57% dauðsfalla barna undir 5 ára aldri í Sierra Leone má rekja til næringarskorts. Mæður geta oft á tíðum ekki haft börn sín á brjósti vegna eigin næringarskorts og eru börn því nærð með mjólkurdufti sem blandað er með menguðu vatni sem veldur sýkingu. Á deildinni eru börnin meðhöndluð  og mæðurnar fræddar um mikilvægi réttrar næringar og hreinlæti. Áberandi var fjöldi ungra mæðra á deildinni, en við hittum eina þeirra sem var með son sinn þar til meðferðar og hafði henni verið nauðgað á leið í skólann. Hún var aðeins 14 ára gömul.
Við komum til Freetown um kvöldið, og þáðum þá kvöldverðarboð Unicef með menntamálaráðherra landsins Dr. Minkailu Bah.  Það var mjög ánægjulegt að hitta Dr. Bah aftur, en hann hafði komið til Íslands tveimur árum áður, er hann þáði boð okkar um að vera viðstaddur afhendingu styrks Auroru til menntamála í Sierra Leone.   Hann var þá nýtekinn við embætti sem menntamálaráðherra að afloknum kosningum haustið 2007.  Í ræðu sinni um kvöldið minntist Dr. Bah þess með ánægju að eitt af hans fyrstu embættisverkum hefði verið að þiggja boð um heimsókn til landsins í norðri og taka við styrk upp á 2 milljónir dollara til stuðnings menntunar barna í Sierra Leone.  Deginum áður höfðum við spurnir af því, okkur til óvæntrar ánægju að forseti landsins Dr. Ernest Bai Koroma hefði áhuga á að hitta okkur, en Dr. Bah hafði á sínum tíma gert ríkisstjórn landsins grein fyrir styrk Auroru Velgerðarsjóðst til menntamála í landinu.
Snemma á fimmtudagsmorgun klæddi hópurinn sig upp í sitt fínasta púss og átti fomlegan fund með menntamálaráðherranum, í ráðuneyti hans sem síðan fylgdi okkur á fund forseta Sierra Leone. Það var ekki laust við spenning í hópnum en á þessum slóðum er það mikill virðingarvottur að vera boðinn á fund með forseta landsins.  Dr Koroma hefur verið við völd í Sierra Leone í tvö ár og nýtur almennt virðingar fyrir störf sín.  Hann hefur sýnt það í verki að hann líður ekki spillingu í stjórnkerfinu, en daginn áður en hópurinn hitti hann gerðust þau óvenjulegu tíðindi að ráðherra heilbrigðismála ásamt tveimur embættismönnum voru látnir taka pokann sinn og ástæðan sögð spilling.  Okkur var sagt að það væru engin fordæmi fyrir því að ráðherra væri rekinn úr ríkisstjórn fyrir spillingu, enda vakti atvikið mikla athygli innanlands sem utan og var m.a. sagt frá því á öllum helstu fréttastöðvum í Evrópu. Hlutskipti hans er hins vegar ekki öfundsvert og verkefnin gríðarleg.  Efnahagslegt hrun litla landsins í norðri sýnist jafnvel hjákátlegt við hlið ástandsins í Sierra Leone.  Að sjálfsögðu  eru ekki allir sammála um forgangsröðunina og ýmsum finnst batinn koma hægt.  En fyrir gestinn sem hefur komið fjórum sinnum til landsins á síðustu fimm árum eru áþreifanlegar breytingar að eiga sér stað.
Forsetinn tók hlýlega á móti okkur á skrifstofu sinni og þakkaði stofnendum og stjórn sjóðsins fyrir sýndan hlýhug í garð Sierra Leone og aðstoðina við menntamál landsins.  Hann ræddi einnig nauðsyn þess að uppbygging landsins væri unnin í samráði við einkageirann þannig að hægt væri að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Mikil vinna hefur verið lögð í að bæta lagalegt umhverfi atvinnulífsins m.a. með það að markmiði að laða að alþjóðlega fjárfesta.
Heimsóknin til forsetans var mikill heiður fyrir Auroru og staðfesting á því að styrkir sjóðsins koma að góðum notum og séu vel metnir.
Eins og nefnt var í upphafi að þá var tilgangur ferðarinnar jafnfamt að kynna sér hugsanleg ný verkefni á vegum hjálparstofnana og jafnvel einstaklinga.  Áhuginn var svo mikill hjá stjórninni að skipta þurfti liði, einn hópurinn kynnti sér hvað aðrar hjálparstofnanir eru að gera í heilbrigðismálum, sérstaklega í sambandi við konur, barneignir og vannæringu. Annar hópurinn kynnti sér enn frekar menntamál og heimsóttu kennaraskóla sem starfræktur er í útjaðri Freetown og þriðji hópurinn kynnti sér hvernig hægt væri að hjálpa hjólum atvinnulífsins í gang aftur en um 70% atvinnuleysi er í landinu. Síðan bárum við saman bækur okkar og óhætt er að segja að af nógu er að taka, það er bara spurningin hvar er þörfin brýnust?
Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar sem kvöddu Sierra Leone í lok vikunnar, það tekur tíma að melta áhrifin sem slík ferð sem þessi hefur en Aurora velgerðasjóður mun svo sannarlega leggja sitt af mörkum til að auðga framtíð Sierra Leone og íbúa þess hrjáða lands.


Horft yfir sjóndeildarhringinn úr Þjóðminjasafninu

„Megi velgerðasjóðurinn Aurora gera sem flestum kleift að sjá yfir sjóndeildarhringinn!“ sagði Ingibjörg Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Aurora, meðal annars þegar hún setti samkomu í Þjóðminjasafninu á miðvikudaginn var, 23. janúar, í tilefni af því að tilkynnt var um fyrstu styrktarverkefni sjóðsins.

Athöfnin hófst reyndar með tónleikum hinnar stórgóðu sveitar Hjaltalín, sem kom svo meira við sögu síðar í dagskránni, og formlegri dagskrá lauk svo með hrífandi fiðluleik Unu Sveinbjörnsdóttur.

Ingibjörg rifjaði upp aðdraganda sjóðsstofnunarinnar í ávarpi sínu og lauk máli sínu á eftirfarandi orðum:

„Rétt eins og fjögur börn gyðjunnar Áróru stóðu fyrir höfuðáttunum norður, suður, austur og vestur, styrkjum við hér í dag fjögur verkefni, tvö menningartengd verkefni hérlendis, eitt fyrir norðan og eitt fyrir sunnan, og tvö þróunarverkefni í Afríku; eitt í austri og annað í vestri. Vert er að benda á að frekari upplýsingar um sjóðinn og verkefnin má nálgast á heimasíðunni www.aurorafund.is. Áður en ég hleypi stjórnarmönnum að vil ég þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn með okkur hjónuum til að gera þetta verkefni, sem er okkur mjög hugleikið, að veruleika. Megi velgerðasjóðurinn Aurora gera sem flestum kleift að sjá yfir sjóndeildarhringinn.“

Tugir gesta voru viðstaddir athöfnina, sem tókst sérlega vel og sannarlega var stemningin eins og efni stóðu til! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra heiðraði samkomuna með nærveru sinni og það gerði líka kollegi hennar úr ríkisstjórn Síerra Leóne, dr. Minkailu Bah. Sá síðarnefndi tók við bréfi úr hendi Ingibjargar stjórnarformanns upp á þiggja ára samstarf Aurora við menntamálayfirvöld í heimalandi sínu og færði sjóðsstjórn innilegar þakkir ríkisstjórnar sinnar og landsmanna allra.

Sigurður Guðmundsson, landlæknir og stjórnarmaður í Aurora, kynnti Malaví-styrktarverkefnið fyrir gestum og var þar á heimavelli í ákveðnum skilningi því hann var við störf á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví á árinu 2007, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Snæbjörnsdóttur. Enginn fulltrúi frá Malaví var á vettvangi til að taka við styrknum úr hendi Sigurðar en í það skarð hljóp ung íslensk stúlka, Hekla Sól Kristjánsdóttir, og skilaði með miklum sóma hlutverki sínu sem skjótskipaður sendiherra Malaví á Íslandi.

Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórnarmaður í Aurora, kynnti þá ákvörðun sjóðsstjórnar að stofna sjóðinn Kraum til stuðnings ungu tónlistarfólki. Eldar Ástþórsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Kraums, veitti styrknum viðtöku og sagði að sjóðurinn yrði íslensku tónlistarlífi tvímælalaust mikilsverður bakhjarl. Hljómsveitin Hjaltalín þakkaði á sinn hátt ? og jafnframt fyrir hönd tónlistarmanna af yngri kynslóðinni ? með vel völdum tónum úr hinum enda salarins í Þjóðminjasafninu.

Ólafur Ólafsson, annar stofnenda Aurora og stjórnarmaður í sjóðnum, afhenti styrk vegna Fuglasafns Sigurgeirs í Mývatnssveit. Hann sagðist einkum hafa hrifist af þeim frumkvöðlakrafti sem lýsti sér í þeirri djörfu ákvörðun fjölskyldunnar að Ytri-Neslöndum að ráðast í að byggja yfir fuglasafnið sem Sigurgeir Stefánsson skildi eftir sig þegar hann fórst í hörmulegu slysi á Mývatni í vetrarbyrjun 1999. Ólafur bar lof á aðstandendur safnsins fyrir þrautseigju, hugrekki og framsýni en um leið fyrir ráðdeildarsemi og gætni í hverju skrefi verkefnisins. Pétur Bjarni Gíslason, mágur Sigurgeirs heitins, var mættur til að taka við styrknum úr hendi Ólafs. Hann vonast til að fjármunirnir geri aðstandendum safnsins mögulegt að opna það 1. júlí í sumar.

Við upphaf samkomunnar vék Ingibjörg Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Aurora, meðal annars að nafni sjóðsins Aurora og sagði meðal annars:

Afríkubúi nokkur stóð eitt sinn frammi fyrir því verkefni að snara á þjóðtungu sína texta þar sem fyrir kom hugtakið von. Honum fannst þýðingin einkar strembin því að orðið von fyrirfannst hreinlega ekki í tungumáli hans. Svo leið og beið og ekkert gekk en allt í einu ljómaði andlit mannsins af ánægju og hann hrópaði upp yfir sig: „Að vona er auðvitað að sjá yfir sjóndeildarhringinn!“

Það var engin tilviljun að við völdum nafnið AURORA á velgerðasjóðinn sem veitt verður úr í fyrsta sinn hér í dag. Merking nafnsins er tvíþætt:

1. Aurora er persónugerving dögunar og hin rómverska gyðja sólarupprásar. Þannig skírskotar Aurora til andlegra verðmæta ljóss og birtu, til þeirrar dagrenningar sem gerir okkur kleift að sjá yfir sjóndeildarhringinn, þangað sem vonin býr.

2.    Aurora er skylt orðinu aurum á latínu sem merkir gull og þá jafnframt skylt íslensku orðunum eyrir og aurar. Þannig skírskotar Aurora til veraldlegra verðmæta, til þess fjármagns er getur komið góðu til leiðar ef rétt hugarfar býr að baki og rétt er á málum haldið. Í þessu felst einmitt hið tvíeina eðli velgerðasjóðsins:Að kveikja með fólki nýja von og efla getu þess til góðra verka.

Ingibjörg fjallaði líka um það í ávarpi sínu hvernig það kom til að hún og bóndi hennar, Ólafur, fóru að beina sjónum sínum að Afríku og þróunarhjálp þar í álfunni og að stuðningi við menningarverkefni hér heima:

„Hugmyndin að virku stuðningsafli við þróunarhjálp kviknaði í tengslum við ferðir og verkefni okkar Ólafs í Afríku, þessari stórkostlegu vöggu alls mannkyns. Það er erfitt annað en að bindast sterkum tilfinningalegum tengslum við þessa álfu ægifagurrar víðáttu, síkvikrar náttúru og stórkostlegra íbúa

Þegar ég hugsa um Síerra Leóne, finn ég alltaf fyrir kraftinum sem býr með þessari þjóð þrátt fyrir allan mótbyr. Ég sé fyrir mér iðandi mannfjöldann í Freetown, óhamda þjóðlega litaauðgi í borg sem aldrei sefur. Þrátt fyrir erfitt atvinnuástand og margvíslegt andstreymi, eiga íbúar Síerra Leóne auðvelt með að gleyma amstri dagsins í söng og dansi. Brosið og hláturinn er aldrei langt undan og þá er auðvelt að hrífast með. Við hjónin höfum oft talað um að í þessum ferðum okkar verði sálartetrið svo sveiflukennt. Það sveiflist frá vondeyfð og jafnvel gremju yfir ástandinu, og þá sérstaklega þeirri algjörlega tilgangslausu eyðileggingu sem átti sér stað í borgarastyrjöldinni, yfir í ákefð og hrifningu yfir öllum þeim möguleikum sem blasa við þessari frábæru heimsálfu EF undirstöðuatriðin eru í lagi, þ.e. heilsugæsla, menntun, hreint vatn og samgöngur. Að lokum tekur svo við gleði yfir öllu því jákvæða sem verið er að gera. Og þá kemur einmitt stóra spurningin: „Hvað er hægt að gera?“

Hugmyndin að stuðningi við menningarstarfsemi á Íslandi kviknaði þegar við hjónin ákváðum að gerast fjárhagslegir bakhjarlar Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar M. Guðmundsdóttur við stofnun stórvirkis þeirra, Landnámssetursins í Borgarnesi. Það hefur verið gaman að upplifa hvernig þetta frábæra framtak þeirra hefur sáð fræjum nýrra hugmynda og áræðis út í samfélagið og sýnt hve skammt getur verið á milli góðrar hugmyndar og veruleika.“


Velgerðasjóðurinn kynntur til sögunnar

Tilkynnt var um stofnun velgerðasjóðsins, sem síðar hlaut nafnið Aurora, á fréttamannafundi á Hótel Borg í Reykjavík að morgni laugardags 20. janúar 2007. Fundarboðendur birtu eftirfarandi fréttatilkynningu um það sem var á dagskrá hjá þeim:

Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, hafa stofnað velgerðasjóð og leggja honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins, sem eru arður og vaxtatekjur af stofnfé, verður annars vegar varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og hins vegar til að göfga mannlíf á Íslandi með því að styrkja verkefni á sviði menningar, mennta og lista í samræmi við samþykktir sjóðsins og ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni. Ætla má að árlega verði til ráðstöfunar 100-150 milljónir króna.

Fimm manna stjórn ber ábyrgð á stefnumörkun og rekstri sjóðsins. Í henni sitja, auk Ingibjargar og Ólafs, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, Sigurður Guðmundsson landlæknir, sem nú sinnir hjálparstörfum í Malaví á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og stjórnarmaður í UNICEF á Íslandi. Stjórnin setur sér nánari starfsreglur en miðað er við að hún geri grein fyrir styrkjum úr sjóðnum snemma á ári hverju, í fyrsta sinn árið 2008.

Menntaverkefni í Síerra Leóne og Landnámssetrið í Borgarnesi

Sjóðsstofnunin nú er í beinu framhaldi af tveimur tilteknum verkefnum sem Ingibjörg og Ólafur taka þátt í hérlendis og erlendis um þessar mundir og hafa varið til alls á annað hundrað milljóna króna. Annars vegar styrkja þau umfangsmikið menntaverkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Afríkuríkinu Síerra Leóne. Það er fólgið í því að reisa 50 samfélagsskóla í samvinnu við menntamálaráðuneyti landsins og er skólunum jafnframt séð fyrir húsgögnum og öðrum búnaði. Um 100 kennarar verða þjálfaðir til starfa í nýju skólunum og nemendum útveguð nauðsynleg kennslugögn. Hins vegar styrktu þau uppbyggingu Landsnámssetursins í Borgarnesi í minningu foreldra Ólafs, sem bjuggu þar í bæ og störfuðu um árabil, Önnu Ingadóttur og Ólafs Sverrissonar.

Fá verkefni og stór frekar en mörg og smá

Ingibjörg og Ólafur sjá fyrir sér að nýi góðgerðasjóðurinn sinni tiltölulega fáum verkefnum hverju sinni en styrki þau myndarlega og markvisst. Þau vilja fylgjast með og taka þátt í verkefnunum eftir því sem unnt er. Þannig hafa þau fylgst náið með gangi mála í Síerra Leóne og með uppbyggingu og rekstri Landnámssetursins í Borgarnesi. Ingibjörg situr bæði í stjórn UNICEF á Íslandi og í stjórn Landnámssetursins. Ólafur sat um árabil í stjórn Rauða kross Íslands. Viðhorf sín orða þau sjálf á eftirfarandi hátt:

„Samfélagsleg ábyrgð er bæði eðlileg og sjálfsögð og við höfum auk þess einfaldlega áhuga fyrir að beita okkur enn frekar í þróunaraðstoð og til stuðnings ýmsum verkefnum sem bæta og göfga mannlíf á Íslandi. Margt fólk býr við óviðundandi lífsskilyrði í þróunarlöndum en oft þarf lítið til að áorka miklu til batnaðar. Við viljum að sjóðurinn verði virkt og lifandi stuðningsafl í þróunarhjálp og unnið verði í nánu samstarfi við stjórnvöld og íbúana sjálfa á hverjum stað, líkt og við höfum gert í Síerra Leóne. Á Íslandi sjáum við til dæmis fyrir okkur að taka þátt í verkefnum á sviði menningar, lista og menntunar, mannbætandi verkefnum sem koma nærsamfélaginu og jafnvel landsmönnum öllum til góða. Landsnámssetrið í Borgarnesi er gott dæmi. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson eru frumkvöðlarnir sem ýttu úr vör og sannfærðu aðra, þar á meðal okkur, um að vit væri í að setjast með þeim undir árar. Þessu ferðalagi lauk eins og til var stofnað og Landnámssetrið er þegar orðið héraðsstolt Borgarfjarðar og glæsilegur vettvangur menningar og lista sem horft er til úr öðrum landshlutum.“