Síðan í síðustu viku hefur skrifstofa Aurora aftur verið opin daglega! Við gætum ekki verið ánægðari að vera öll aftur samankomin í Freetown og höldum nú áfram vinnu við verkefnin okkar, full af nýrri orku. Þrátt fyrir að við séum enn upplifa öfluga regnstorma (og við skulum njóta þeirra meðan við getum) höfum við smalað saman árgangi eitt enn á ný til þess að klára það sem við byrjuðum á í febrúar, pre-accelerator prógrammið. Það eru aðeins sex vikur eftir að náminu og við höfum gert endurmat á námsáætluninni og aðlagað í samræmi við framför nemendanna síðustu mánuði því þó svo að prógrammið sjálft hafi verið í hléi vorum við í stöðugu sambandi við þátttakendur og þau efldust yfir þennan tíma. Okkur hlakkar til að halda áfram og takast á við viðfangsefni líkt og fjármál fyrir frumkvöðla, social capital, fjármögnun og það hvernig á að pitcha, svo eitthvað sé nefnt!
Þar sem fyrsti árgangur á einungis nokkrar vikur eftir af sínu prógrammi höfum við einnig hafið umsóknarferli fyrir næsta árgang, sem mun hefja sína vegferð í nóvember 2020. Að þessu sinni munum við bjóða allt að 10 start-up stofnendum að taka þátt í fjögurra mánaða pre-accelerator prógrammi.