SLADEA og Aurora skrifa undir undir fimm ára samning um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu the Lettie Stuart Pottery Centre

03.11.21

Í febrúar 2019 var LSP keramikverkstæðið formlega opnað og nú, tveimur og hálfu ári seinna, getum við með stolti tilkynnt að við höfum skrifað undir fimm ára samstarfssamning við SLADEA (Sierra Leone Adult Education Association) vegna áframhaldandi uppbyggingar keramikverkstæðisins í Waterloo, rétt fyrir utan höfuðborgina. Þetta er þriðji samningurinn sem Aurora og SLADEA undirrita um samstarf frá árinu 2019 og sá lengsti hingað til.

Á síðustu árum hefur verkstæðið hlotið allsherjar yfirhalningu, sem hefur m.a. falist í endurnýjun á brennsluofnum og er nú teymi á staðnum sem sér um daglegan rekstur. Með nýja samstarfinu er markmiðið sett á að endurnýja tækjakostinn ennfrekar með það fyrir augum að bæta framleiðsluferlið og getuna til að auka framleiðsluna og ekki síst minnka líkamlegt álag á starfsmönnum setursins. Aurora hefur hlotið styrk frá Utanríkisráðuneyti Íslands til þess að fjármagna stóran hluta verkefnisins. Næstu fjögur ár verður unnið að því að undirbúa verkstæðið smám saman undir það að verða alveg sjálfstætt og geta staðið á sjálfbæran hátt undir sér.

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...