Aurora velgerðasjóður styrkir Tau frá Tógó um hálfa milljón

19.12.16

Aurora velgerðasjóður hefur undanfarið fært athygli sína í auknum mæli að þróunarmálum. Þessi misserin er starfsemi sjóðsins umtalsverð í Sierra Leone en sjóðurinn lætur enn til sín taka á öðrum svæðum. 

Nýjasta framlag Auroru er til handa Tau frá Tógó. Fyrirhugað er að senda fatahönnuðinn Elvu Káradóttir til Tógó til að leiðbeina nemendum á saumastofu systur Victorine í Aného, Tógó, við að sauma kvenflík.  Helga Björnsson, fyrrum hönnuður hjá tískuhúsi Louis Féraud, hannaði flíkina en Elva útfærði hana. Elva hefur mikla reynslu á þessu sviði enda vinnur hún reglulega fyrir tískuhúsin Nina Ricci og Chanel. 

Saumastofan er helsta tekjulind heimilis fyrir munaðarlaus börn og nokkurs konar iðnskóli fyrir elstu börn þess. Tau frá Tógó hefur stutt við heimilið með því að kaupa vefnaðarvörur og selja á Íslandi og hafa vörurnar vakið töluverða athygli.

Verkefni sem þetta veitir nemendum mikilvæga þjálfun og eykur færni þeirra og bjargir. Nemendur kynnast öllu ferli framleiðslunnar, með móttöku á sniði og frumgerð yfir í afhendingu á fullunninni vöru. Einnig kynnast þau fleiri hliðum framleiðslunnar sem snýr að útflutningi og tollskýrslugerð.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...