Annasamar vikur í Lettie Stuart Pottery

17.10.18

Undanfarnar tvær vikur hefur Lettie Stuart Pottery iðað af lífi. Nýtt verkefni er í smíðum hjá Auroru – en það er að koma leirkeraverkstæðinu í Campbell Town, Sierra Leone, í fullan gang á ný ásamt því að starfrækja þar skóla. Guðbjörg Káradóttir og Halldóra Þorláksdóttir hafa verið að vinna undanfarnar vikur með keramikerum af svæðinu þeim Brima Koroma, Fatmata Lakoh og Mohamed A Sesay. Þau síðarnefndu munu sjá um alla kennslu í skólanum, en þau starfrækja einni keramikverkstæðið og sjá um alla framleiðslu.

Unnið var nótt og dag þessar tvær vikur og náði teymið einnig að heimsækja annað lítið keramikverkstæði í Mambolo. Lettie Stuart Pottery var tekið í gegn á meðan 18 mánaða prógram fyrir skólann var hannað. Einnig voru gerðar ýmsar tilraunir með bæði leir, glerjung og brennslu en allt hráefni kemur úr nærumhverfinu. Það var mikil jákvæð orga og gleði við völd allan tímann sem teymið starfaði saman og erum við sannfærð um að þetta verkefni eigi eftir að blómstra.

Fatmata sparkar af fullum krafti

Guðbjörg hannar eina af nýju vörunum sem verður til sölu í Lettie Stuart Pottery

Brima heldur eldinum í ofninum við – en brennslan tekur hálfan sólarhring og þarf að vaka stöðugt yfir honum

Mohamed undirbýr þurrkun á leirnum

Muhamed og Fatmata sigta þurrkaðan leirinn

Mat lagt á gæði glerjungsins

Málin rædd

Vel heppnuð brennsla – blómavasarnir tilbúnir, en þeir eru partur af Sweet Salone verkefni Auroru og eru vasarnir hannaðir af 1+1+1

Heimsókn til Mambolo Pottery Center

Leir sóttur út í mýri

Keramikerinn Mr. Otaim hjá heimagerða ofninum sínum

Kveðjuhóf fyrir Guðbjörgu og Halldóru

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...