Aurora velgerðasjóður ráðstafar 111,5 milljónum króna til styrktarverkefna á Íslandi og í Afríku

13.02.09

Stjórn Auroru velgerðasjóðs hefur úthlutað alls 111,5 milljónum króna í styrki til sex verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkjunum Síerra Leóene og Mósambík, þar af til fjögurra verkefna sem sjóðurinn hefur ekki styrkt áður.

Stjórn Auroru velgerðasjóðs hefur úthlutað alls 111,5 milljónum króna í styrki til sex verkefna á sviði mannúðar, mennta og menningar hérlendis og í Afríkuríkjunum Síerra Leóene og Mósambík, þar af til fjögurra verkefna sem sjóðurinn hefur ekki styrkt áður.
Þetta er í annað sinn sem styrkir eru veittir úr Auroru velgerðasjóði sem hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og Alfesca, stofnuðu 23. janúar 2007 og lögðu til einn milljarð króna. Samkvæmt stofnskrá er gert ráð fyrir að verja arði og vaxtatekjum sjóðsins til verkefna sem stuðlað geta að betra mannlífi á Íslandi og verkefna í þróunarlöndum.
Að þessu sinni ákvað stjórn sjóðsins að áhersla yrði lögð á verkefni hér á landi en fjögur af verkefnunum sex eru íslensk. Þess má geta að það tókst að mestu leyti að verja eignir sjóðsins í efnahagshruninu og sjóðsstjórn heldur því ótrauð áfram að starfa í þeim anda sem til var stofnað.
Ný styrktarverkefni
Rauði kross Íslands fær 20 milljónir króna til stuðnings þremur verkefnum:
Fjárhæðinni verður skipt á milli verkefnanna þriggja. Þörf fyrir aðstoð Rauða krossins af þessu tagi hefur aukist stórlega í efnahagskreppunni.

Rökstuðningur stjórnar Auroru:
Rauði krossinn nýtur virðingar fyrir umfangsmikið mannúðarstarf sitt heima og heiman þar sem fagmennska og óeigingirni er í fyrirrúmi. Aurora velgerðasjóður ákvað að veita aðstoð þeim sem verst verða úti í efnahagskreppunni á Íslandi og þá lá beinast við að leita til Rauða krossins um samstarf. Verkefnin þrjú, sem Aurora styrkir í ár, eru ólík en þjóna í heild mismunandi hópum sem eiga um sárt að binda.

Nýstofnaður Hönnunarsjóður Auroru er tilraunaverkefni til þriggja ára og fær 25 milljónir króna á ári til að styrkja hönnuði við að koma verkefnum sínum á framfæri og aðstoða við vöruþróun, frumframleiðslu og markaðssetningu hérlendis og erlendis. Sjóðurinn mun einnig miðla þekkingu á sviði hönnunar og stuðla að samstarfi hönnuða og aðila úr atvinnulífinu. Sjóður af þessu tagi hefur aldrei verið til á Íslandi. Hönnunarsjóður Auroru opnar fljótlega heimasíðuna www.honnunarsjodur.is og þar verður hægt að nálgast frekari upplýsingar um starfsemina.

Rökstuðningur stjórnar Auroru:
Þörf er á sérstökum hönnunarsjóði á Íslandi til að styðja við bak efnilegra hönnuða en ekki síður til að efla grasrótarstarf í hönnun og vera vettvangur hugmynda og skapandi hugsunar í greininni. Stjórn Auroru vonar að nýi sjóðurinn stuðli að því að íslensk hönnun vaxi og dafni og verði ein af stoðunum sem skotið verði undir atvinnulífið við endurreisn þess.

Hugi Guðmundsson tónskáld fær 3 milljónir króna fyrir hönd aðstandenda heimasíðunnar MusMap.com til styrktar alþjóðlegu menningarverkefni sem ætlað er að efla klassíska tónlist og vinna henni ný lönd með því að nota Vefinn.

Rökstuðningur stjórnar Auroru:
Mus.Map.com er afrakstur sjálfboðavinnu í þeim frumkvöðlaanda sem Aurora velgerðasjóður vill hlúa að og efla, einstætt viðfangsefni á sinn hátt og stuðlar ekki síst að því að klassísk tónlist nái eyrum ungs fólks. Hugi Guðmundsson hefur skýra framtíðarsýn í þessum efnum og þó verkefnið sé tiltölulega smátt í sniðum, enn sem komið er, hefur það alla burði til að verða drifkraftur og áhrifavaldur í heimi klassískrar tónlistar.
UNICEF á Íslandi fær 3,5 milljónir króna til styrktar verðlaunuðu útvarpsverkefni samtakanna með börnum og ungmennum í Mósambík sem snýr að jafningjafræðslu, sjálfstyrkingu og þátttöku barna. Ríkisútvarpið, Rás 1, undirbýr nú sambærilega útvarpsþætti fyrir börn á Íslandi í samvinnu við UNICEF í tilefni tvítugsafmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Rökstuðningur stjórnar Auroru:
Verkefnið í Mósambík er hrífandi dæmi um jafningjafræðslu þar sem börn og unglingar nota útvarp til að ræða saman á eigin forsendum um ýmis vandamál sem að þeim steðja. Áform Unicef og Rásar 1 að stofna til útvarpsþáttar með verkefnið í Mósambík sem fyrirmynd eru mjög áhugaverð en markmiðið er að koma á tengslum ungmenna í þessum tveimur löndum og  stefna þannig saman ólíkum reynsluheimum þeirra.

Verkefni til þriggja ára sem fá styrki í annað sinn

Menntaverkefni UNICEF í Afríkuríkinu Síerra Leóne fær 40 milljóna króna framhaldsstyrk til að byggja upp barnvænt menntakerfi og skólahúsnæði, einkum með þarfir stúlkubarna í huga. Stofnað var til verkefnisins í fyrra og jafnframt tilkynnt að Aurora myndi ráðstafa til þess alls 120 milljónum króna í þrennu lagi á árunum 2008-2010.
Styrktarverkefnið í Síerra Leóne er hið stærsta og umfangsmesta á vegum Auroru velgerðasjóðs til þessa. Í krafti verkefnisins hafa nú þegar á annað hundrað kennarar hlotið þjálfun. Framkvæmdir við byggingu níu skóla í héraðinu Kono, með tilheyrandi vatnsveitu- og frárennsliskerfum, húsbúnaði og kennslugögnum, eru vel á veg komnar.

Kraumur, tónlistarsjóður Auroru fær 20 milljónir króna til að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar og kynningar á verkum sínum. Kraumur var stofnaður í fyrra að frumkvæði Auroru velgerðasjóðs og var þá tilkynnt að Aurora myndi ráðstafa til tónlistarsjóðsins alls 50 milljónum króna í þrennu lagi á árunum 2008-2010.  Stjórn Auroru ákvað að bæta 5 milljónum króna við 15 milljóna króna framlag í ár, enda hefur Kraumur sýnt og sannað að hans er þörf. Nærvera hans skiptir miklu máli í íslensku menningarlífi.

Starfsemi Kraums er umfangsmikil og blómleg og sjóðurinn hefur víða komið við. Hann styrkti tónleika og tónleikaferðalög heima og heiman, aðstoðaði við markaðssetningu og stóð fyrir nýjum tónlistarverðlaunum, Kraumsverðlaununum, svo nokkuð sé nefnt. Frekari upplýsingar eru að finna á líflegri heimasíðu Kraums, http://kraumur.is/

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...