Kraumsverðlaunin 2008 tilkynnt

01.12.08

Síðastliðinn föstudag, 28. nóvember var tilkynnt um tilnefningar og verðlaunaplötur Kraumsverðlaunanna í fyrsta sinn.
Kraumsverðlaunin 2008 hljóta; Agent Fresco fyrir Lightbulb Universe, FM Belfast fyrir How to Make Friends, Hugi Guðmundsson fyrir Apocrypha, Ísafold fyrir All Sounds to Silence Come, Mammút fyrir Karkara og Retro Stefson fyrir Montaña.

Tilnefningu hljóta (auk ofangreindra); Celestine (At the Borders of Arcadia), Dísa (Dísa), Dr. Spock (Falcon Christ), Emiliana Torrini (Me and Armini), Introbeats (Tívólí chillout), Klive (Klive), Lay Low (Farewell Good Night’s Sleep), Morðingjarnir (Áfram Ísland), Múgsefjun (Skiptar skoðanir), Ólafur Arnalds (Variations of Static), Reykjavík! (The Blood), Sigur Rós (Með suð í eyrum við spilum endalaust), Sin Fang Bous (Clangour) og Skakkamanage (All Over the Face).

Óhætt að segja að árið í ár sé öflugt hvað íslenska plötuútgáfu varðar, enda dómnefnd Kraumsverðlaunanna búin að hafa nóg að gera síðustu vikur og fjöldi spennandi titla sem komist hafa á blað í starfi hennar. Tilkynnt var um
Samkvæmt reglum Kraumsverðlaunanna er gert ráð fyrir að dómnefndin velji og verðlauni fimm breiðskífur sem koma út á árinu, þó með þeim fyrirvara að hægt sé að fjölga í þeim hópi ef sérstakt tilefni sé til. Í ár er tilefni, Kraumsverðlaunaplöturnar eru sex talsins.
Athöfnin fór fram á Smiðjustíg 4A í æfingahúsnæði nokkurra hljómsveita. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Kraums bauð gesti velkomna, Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums gerði gestum grein fyrir framkvæmd og markmiðum Kraumsverðlaunanna og Árni Matthíasson formaður dómnefndar gerði grein fyrir niðurstöðu hennar. Fram komu hljómsveitirnar Agent Fresco og FM Belfast.
Kraumsverðlaunin eru ný plötuverðlaun, sett á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – og verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundin neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Verðlaunin hafa ekkert aldurstakmark, en markmið þeirra er að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita. Það er von aðstandenda verðlaunanna að þau verki athygli á fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, nú þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.
Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina einstaka verðlaunaplötu, heldur að viðurkenna og verðlauna fleiri titla. Umgjörð verðlaunanna er haldið í lágmarki, og frekar reynt að einbeita sér að stuðningi við verðlaunaplöturnar. Vinninghafarnir hljóta ekki verðlaunagrip, heldur eru verðlaunin fyrst og fremst fólgin í viðurkenningu, kynningu – og plötukaupum Kraums á verðlaunatitlunum.
Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).
Aðstandandi verðalaunana er Kraumur, sjálfstætt starfandi sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðarsjóðs, sem hefur það að meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...