Opnun Fuglasafns Sigurgeirs

25.08.08

Sunnudaginn 17. ágúst síðastliðinn var Fuglasafn Sigurgeirs formlega opnað við hátíðlega athöfn. Blíðskapar veður var við athöfnina og voru rúmlega 200 manns samankomnir til að fagna þessum áfanga.
Valgerður Sverrisdóttir þingmaður flutti kveðju þingmanna, Margrét Valsdóttir oddviti Skútustaðahrepps sendi kveðjur frá sveitarstjórn hreppsins og færði safninu eina milljón krónur að gjöf, Vilborg Gissurardóttir sendi kveðju frá Atvinnuþróunarfélaginu og Ólafur Ólafsson flutti kveðju frá Aurora velgerðasjóði og líkti starfsemi safnsins á skemmtilegan hátt við fuglinn.  Vigdís Finnbogadóttir, verndari safnsins minntist Sigurgeirs og opnaði safnið formlega.

Fuglasafnið er við bakka Mývatns, nánar tiltekið í Neslöndum, þar er frábært útsýni yfir vatnið og fuglalífið. Byggingin er glæsilleg og fellur einstaklega vel inn í umhverfi sitt, en arkitekt hennar er Manfred Vilhjálmsson.

Hönnuður sýningarinnar er Axell Hallkell Jóhannsson og tókst honum einstaklega vel til, safnið vekur áhuga jafnt hjá ungum sem öldnum, sérfræðinga og leikmanna.
Stjórn Auroru var viðstödd opnuninna og er einstaklega stolt af að vera viðriðinn þetta glæsilega verkefni.

The Journey of Margret Yankin Mansaray

The Journey of Margret Yankin Mansaray

                                                                                                                                                                                                      We are thrilled to highlight the inspiring journey of Margret...

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

On February 5, 2025, Aurora Foundation marked a monumental milestone with the grand opening of its new office and shop, The Aurora House, located at 35 Fraser Street, Freetown, Sierra Leone. This event, attended by esteemed government officials, UN agencies, nonprofit...