Mugison kynningartónleikar í London

28.05.08

Eftir vel heppnað tónleikaferð með bandarísku rokksveitinni Queens of the Stone Age um Kanada stóð Mugison fyrir kynningartónleikum á Corsica Studios í London þann 22. maí. Tilefnið var kynning á áframhaldandi tónleikahaldi Mugison og hljómsveitar hans í sumar víðsvegar um Bretland og Evrópu – sem og útgáfa nýjustu breiðskífu Mugsion, Mugiboogie, á alþjóðavettvangi.

Eftir vel heppnað tónleikaferð með bandarísku rokksveitinni Queens of the Stone Age um Kanada stóð Mugison fyrir kynningartónleikum á Corsica Studios í London þann 22. maí. Tilefnið var kynning á áframhaldandi tónleikahaldi Mugison og hljómsveitar hans í sumar víðsvegar um Bretland og Evrópu – sem og útgáfa nýjustu breiðskífu Mugsion, Mugiboogie, á alþjóðavettvangi.

Tónleikadagskrá kvöldsins samanstóð að mestu af lögum af Mugiboogie. Sérstakir tónleikar voru fyrir blaðamenn og starfsmenn tónlistarbransans klukkan 19:30, þar sem sem Mugsion var sjálfur mættur á gólfið strax eftir tónleikana við mikinn fögnuð viðstaddra og hóf að dreifa plötunni til gesta. Síðar um kvöldið fóru fram aðrir tónleikar sem opnir voru almenningi.

Góð mæting var á báða tónleika Mugison þetta kvöldið og greinilegt að áhugi er á tónlist hans í London, einu helsta vígi tónlistarbransans. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og íslenska sendiráðið í London komu að skipulagningu tónleikana og greinilegt að þeirra vinna við að fá þangað blaðamenn og bransafólk skilaði árangri.

Mugison mun á næstu vikum koma fram á tónleikum víða í Evrópu, m.a. í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Belgíu, Tékklandi, Englandi, Írlandi og Danmörku – þar sem hann kemur fram á Hróaskelduhátíðinni víðfrægu. Mugison leikur síðan aftur í London á Corsica Studios 9. júlí.

Hljómsveit Mugison skipa auk hans sjálfs þeir; Arnar Gíslason (trommur), Guðni Finnson (bassi), Davíð Þór (hljómborð) og Pétur Ben (gítar).

Kraumur – tónlistarsjóður styður tónleikafrerðir Mugison og hljómsveitar hans um Norður-Ameríku og Evrópu með fjármagni og ráðgjöf.

Hlekkur: www.mugison.com

Á síðunni má finna fréttir, myndir, Youtube myndbönd og fleira frá tónleikaferð Mugison. Þar má jafnframt kaupa allar geislaplötur Mugison til þessa sem niðurhal og geisladisk.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...