Eftir vel heppnað tónleikaferð með bandarísku rokksveitinni Queens of the Stone Age um Kanada stóð Mugison fyrir kynningartónleikum á Corsica Studios í London þann 22. maí. Tilefnið var kynning á áframhaldandi tónleikahaldi Mugison og hljómsveitar hans í sumar víðsvegar um Bretland og Evrópu – sem og útgáfa nýjustu breiðskífu Mugsion, Mugiboogie, á alþjóðavettvangi.
Eftir vel heppnað tónleikaferð með bandarísku rokksveitinni Queens of the Stone Age um Kanada stóð Mugison fyrir kynningartónleikum á Corsica Studios í London þann 22. maí. Tilefnið var kynning á áframhaldandi tónleikahaldi Mugison og hljómsveitar hans í sumar víðsvegar um Bretland og Evrópu – sem og útgáfa nýjustu breiðskífu Mugsion, Mugiboogie, á alþjóðavettvangi.
Tónleikadagskrá kvöldsins samanstóð að mestu af lögum af Mugiboogie. Sérstakir tónleikar voru fyrir blaðamenn og starfsmenn tónlistarbransans klukkan 19:30, þar sem sem Mugsion var sjálfur mættur á gólfið strax eftir tónleikana við mikinn fögnuð viðstaddra og hóf að dreifa plötunni til gesta. Síðar um kvöldið fóru fram aðrir tónleikar sem opnir voru almenningi.
Góð mæting var á báða tónleika Mugison þetta kvöldið og greinilegt að áhugi er á tónlist hans í London, einu helsta vígi tónlistarbransans. Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og íslenska sendiráðið í London komu að skipulagningu tónleikana og greinilegt að þeirra vinna við að fá þangað blaðamenn og bransafólk skilaði árangri.
Mugison mun á næstu vikum koma fram á tónleikum víða í Evrópu, m.a. í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Belgíu, Tékklandi, Englandi, Írlandi og Danmörku – þar sem hann kemur fram á Hróaskelduhátíðinni víðfrægu. Mugison leikur síðan aftur í London á Corsica Studios 9. júlí.
Hljómsveit Mugison skipa auk hans sjálfs þeir; Arnar Gíslason (trommur), Guðni Finnson (bassi), Davíð Þór (hljómborð) og Pétur Ben (gítar).
Kraumur – tónlistarsjóður styður tónleikafrerðir Mugison og hljómsveitar hans um Norður-Ameríku og Evrópu með fjármagni og ráðgjöf.
Hlekkur: www.mugison.com
Á síðunni má finna fréttir, myndir, Youtube myndbönd og fleira frá tónleikaferð Mugison. Þar má jafnframt kaupa allar geislaplötur Mugison til þessa sem niðurhal og geisladisk.