Menntamálaráðherra Sierra Leone heimsótti Ísland

11.03.08

Menntamálaráðherra Síerra Leóne, Dr. Minkailu Bah, heimsótti Ísland fyrir skemmstu til að veita viðtöku styrk frá Aurora velgerðasjóði. Nýtti ráðherrann tækifærið og hitti menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ásamt því að heimsækja ýmsar stofnanir og fyrirtæki á meðan á dvöl hans stóð.

Tilgangur heimsóknar ráðherrans var, eins og áður sagði, að veita viðtöku styrk frá Aurora velgerðasjóði, en sjóðurinn veitti nýlega u.þ.b. 140 milljónum króna (andvirði tveggja milljóna Bandaríkjadala) til menntaverkefnis í Síerra Leóne. Áður höfðu hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson veitt 36 milljónum króna (500 þúsund Bandaríkjadölum) til uppbyggingar á skólaaðstöðu, þjálfunar kennara og kaupa á námsgögnum fyrir strjálbýl svæði landsins.

Ráðherrann hóf heimsókn sína á kvöldverði í ráðherrabústaðnum í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Með ráðherranum í för var Mrs. Edna M Jones frá ráðuneyti menntamála, vísinda og tækni í Síerra Leóne.

Daginn eftir heimsótti ráðherrann menntamálaráðuneytið og hitti þar Þorgerði Katrínu, Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra og Steingrím Sigurgeirsson aðstoðarmann ráðherra. Þar var farið yfir uppbyggingu menntakerfisins á Íslandi, skólagjöld, lánamál o.fl.

Háskólinn í Reykjavík

Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík tók á móti ráðherranum ásamt Ingu Dóru Sigfúsdóttur, forseta Kennslufræði- og lýðheilsudeildar. Svafa skýrði frá skipulagi og áherslum HR og einnig framtíðaraðstöðu skólans sem verður í Öskjuhlíðinni.  Einnig sagði hún frá verkefni á vegum skólans sem unnið verður í samstarfi við UNICEF í Gíneu Bissau, þar sem kennarar úr Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR fara til Gíneu Bissau til að mennta verðandi grunnskólakennara.  Að lokum var litið við í fyrirlestri hjá Geir Gunnlaugssyni lækni, en hann bjó í fimm ár í Gíneu Bissau og var læknisfræðilegur ráðunautur hjá heilbrigðisyfirvöldum.

Háskóli Íslands

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands og Jón Atli Benediktsson Ph.D. þróunarstjóri og aðstoðarmaður rektors tóku á móti ráðherranum.  Sagði Kristín frá samstarfi við Háskóla Nígeríu, nemendaskiptum og styrkjum, en nokkrir nemendur frá Nígeríu hafa stundað nám við HÍ í tengslum við það.

UNICEF

Dr. Bah heimsótti einnig UNICEF á Íslandi og hélt tölu á opnum málfundi UNICEF Ísland fimmtudaginn 24. janúar sl.

 

Ávarp Dr. Minkailu Bah, ráðherra menntamála Síerra Leóne í Reykjavík, 23. janúar 2008

Ráðherra/r, aðstandendur Aurora velgerðasjóðs, Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson, fulltrúar UNICEF frá Síerra Leóne og aðrir gestir.

Ég færi ykkur kveðju frá Forseta Síerra Leóne, herra Ernest Bai Koroma, frá ríkisstjórninni og þjóðinni allri.  Það gladdi mig mikið þegar ég fékk þetta góða boð frá ykkur, ekki einungis vegna þess rausnarlega framlags sem við veitið okkur hér í dag, heldur einnig vegna þeirrar velvildar sem við njótum frá fólki og landi svo langt í burtu.  Velvild ykkar mun ætíð tengja Ísland og Síerra Leóne sterkum böndum.

Ég er ekki viss hversu mikið viðstaddir vita um Síerra Leóne og stöðu menntunar í landinu.  Ég ætla ekki að þreyta ykkur með langri ræðu en langar að nefna nokkur atriði sem ég vona að geti vakið áhuga ykkar.

Síerra Leóne ber enn það nafn sem portúgalskur landkönnuður gaf því er hann á að hafa “fundið landið” ? eins og það hafi verið týnt.  Höfuðborgin Freetown varð að breskri nýlendu og geymslustaður fyrir frelsaða þræla.  Seinna varð hún vettvangur enskunáms fyrir enskumælandi lönd Afríku og varð þekkt sem Aþena Afríku.  Svo má vel hafa verið en vestræn menntun náði ekki inn til alls landsins.

Sjálfstæði náðist á sjöunda áratugnum en meirihluti þjóðarinnar hafði lítinn sem engan aðgang að menntun.

Tíu ára löng borgarastyrjöld, sem hófst 1990 og endaði með friðarsáttmála árið 2001, gerði illt verra ? Síerra Leóne var í molum. Framtíðin virtist í uppnámi, þjóðin var tvístruð og að niðurlotum komin, hagkerfið nánast að engu orðið og menntastofnanir eyðilagðar.  En við erum sterk og ákveðin þjóð.

Við höfum risið upp úr örvæntingu með hjálp vina eins og Íslands og UNICEF.  Í dag getum við státað af stórkostlegri fjölgun í skólum, byggingu skóla á stöðum þar sem áður voru engir, vaxandi fjölda ungmenna með grunnmenntun og auknum hagvexti. Munur á aðgangi að menntun eftir kyni eða landfræðilegri staðsetningu hefur einnig minnkað mikið.

Ég vildi að ég gæti sagt að nú gengi allt vel í Síerra Leóne, en það væri ekki rétt.  Ný úttekt á menntakerfi landsins sýnir að enn vantar mikið upp á. Stærsti þátturinn er e.t.v. sá, að ríkisstjórn Síerra Leóne getur ekki, ein og sér, séð þegnum sínum fyrir menntun með því að nota eingöngu eigin úrræði.  Þetta þýðir einfaldlega, að án stuðnings vina og samstarfsaðila hefðum við ekki tök á að veita grunnskólabörnum nauðsynlega menntun eða þjálfa og greiða kennurum fyrir sína þjónustu. Við gætum heldur ekki lengur reynt að útrýma aðstöðumun vegna kynferðis eða landfræðilegrar staðsetningar.

Við erum handviss um að tekjur munu halda áfram að vaxa, að verg landsframleiðsla muni enn hækka og að fátækt muni minnka, en töluverður tími mun líða þangað til þörf okkar fyrir utanaðkomandi aðstoð verður að engu. Þangað til munum við þurfa á fjárframlögum að halda, eins og veitt eru hér í dag.

Mikilvægt er að framlög séu gagnsæ, án annarra skuldbindinga, og komi í gegnum trausta aðila, þar sem vitað er að framlögin fari að öllu leyti til uppbyggingar á menntakerfinu.

Allir þeir sem ljúka grunnmenntun, verða að fá viðurkenningu, sem er einhvers virði.  Menntastig þjóðarinnar ákvarðast af gæðum grunnmenntunar í landinu.  Þetta hefur mikil áhrif á hæfni einstaklingsins, efnahag landsins og forystu.  Það dugar ekki lengur að börn gangi í gegnum skólakerfi, heldur verðum við að tryggja þeim menntun sem kennir þeim að lesa og reikna og hvetur þau til að taka þátt í atvinnulífinu eða leita sér frekari menntunar.

Margar hindranir á veginum eru landfræðilegar.  Þegar börn, sérstaklega stúlkur, geta ekki verið örugg á leið í skólann eða í skólanum, þá verður að bregðast við.

Velgerðasjóðurinn sem gefur framlagið hér í dag hefur áður gefið andvirði 500 þúsund Bandaríkjadala í gegnum UNICEF árið 2006 og á eftir því fylgdi framlag upp á 420 þúsund Bandaríkjadali frá íslensku ríkisstjórninni í janúar 2007.  Þetta er því það þriðja og stærsta framlag sem við höfum fengið frá Íslandi á síðastliðnum tveimur árum.

Við erum þakklát Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólafi Ólafssyni fyrir þessa miklu og innilegu velvild.

Þið getið verið viss um að börnin og fólkið í Síerra Leóne mun verða áskynja um þessa velvild í okkar garð og þið munuð ætíð verða velkomin til Síerra Leóne.

Virðulegur gestir, ég hef talað lengur en ég ætlaði.  Ég vona að ég hafi vakið áhuga ykkar á að vita meira um Síerra Leóne.

Tryggjum að vináttubönd Íslands og Síerra Leóne styrkist enn frekar.

Það er mér mikill heiður að vera hér í dag og taka á móti framlagi úr Aurora velgerðasjóði að upphæð tveimur milljónum Bandaríkjadala til menntaverkefnis UNICEF í Síerra Leóne.

Ég þakka ykkur öllum

 

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...