Annáll Auroru velgerðasjóðs 2015

11.01.16

Árið 2015 var gott ár í starfi Auroru velgerðasjóðs, en þetta var áttunda starfsár sjóðsins.
Styrkt voru 7 mismunandi verkefni fyrir samtals tæplega 59 milljónir króna.

Í heild hefur sjóðurinn styrkt verkefni fyrir um samtals 742 milljónir króna frá stofnun árið 2007 fram til ársins 2015.

Árið í hnotskurn:
Í upphafi árs lagði Aurora velgerðasjóður til 3,4 m.kr. til byggingar nýs skóla í Loitokitok, sem er á Masai Mara svæðinu í Kenía, í gegnum ABC barnahjálp. Nýja skólabyggingin var tekin í notkun í september.

Dótturfélög Auroru velgerðasjóðs létu taka til sín á árinu, þótt verulega hefur dregið úr formlegu starfi Kraums. Hönnunarsjóður Aurora fékk 25 m.kr. á árinu og Kraumur 5 m. kr.
Í  mars stóðu Kraumur ásamt Hönnunarsjóð Auroru fyrir glæsilegu götu-tónlistarpartíi á Hönnunarmars. Hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mættust í pop-up borg framtíðarinnar í porti Listasafns Reykjavíkur laugardagskvöldið 14.mars í Götu-partý Kraums og Hönnunarsjóðs Auroru.

Hönnunarsjóður Auroru stóð einnig fyrir sýningu og viðburðadagskrá í Hafnarhúsinu á Hönnunarmars þar sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT var kynnt. Í framhaldinu gaf Hönnunarsjóðurinn út kynningarrit um verkefnið. Sýningunni og viðburðunum voru gerð góð skil í fjölmiðlum og m.a. var gerð fimm þátta útvarpssería um verkefnið hjá RUV.

Í júlí styrkti Hönnunarsjóður Auroru útgáfu bókverks um Högnu  Sigurðardóttur arketikts sem Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt hefur unnið að.
Aurora velgerðasjóður gerði tvo lánasamninga við örlánafyrirtæki (e. micro credit) í Sierra Leone á seinni hluta árs árið 2014. Fyrirtækin endurlána bæði einstaklingum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum og hefur þessi lánastarfsemi gengið vel og höfum við deilt nokkrum sögum hér á heimasíðu Auroru. Í maí var greidd út síðasta greiðsla til örlánafyrirtækjanna að upphæð 13 m.kr. sem öll hefur verið endurlánuð áfram og er þakklætið mikið hjá heimamönnum, ekki síst þar sem margir aðrir erlendir aðilar drógu verulega úr öllum stuðningi vegna ebólu faraldsins sem geysaði í Sierra Leone á árunum 2014 og 2015.

Í upphafi árs 2015 skrifaði Aurora velgerðasjóður undir samning við stjórnvöld í Sierra Leone um að taka við rekstri fjögurra löndunar- og fiskvinnslustöðva ásamt öðru félagi. Stofnað var nýtt fyrirtæki í Sierra Leone Neptune sem mun sjá um reksturinn. Hefur Aurora lagt fram rúmlega 8 m.kr. til þessa verkefnis á árinu, en þessi samningur er til 10 ára. Þetta er tímamótasamningur fyrir Aurora velgerðasjóð þar sem bein aðkoma sjóðsins verður mikil að þessu verkefni. Neptune tók formlega við fiskvinnslu- og löndunarstöðvunum á seinni hluta ársins.

Vinafélag Vinjar fékk þriðju úthlutunina af þremur, 1 m.kr., undir lok árs fyrir það mikilvæga starf sem fer fram á vegum Rauða Krossins á Hverfisgötunni
Í desember var síðan Kraumslistinn valinn og í kjölfarið voru 6 tónlistarmönnum og hljómsveitum veitt Kraumsverðlaunin við hátíðlega athöfn í Vonarstræti.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...