Aurora velgerðarsjóður hyggst ráðast í nokkur metnaðarfull verkefni í Sierra Leone á komandi misserum. Til að stýra þróunarverkefnum Aurora er leitað að framkvæmdastjóra sem sér um daglega stjórnun þessa verkefnis.
Staðan heyrir beint undir stjórnarformann sjóðsins. Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum einstaklingum, öllum búsettum erlendis. Framkvæmdastjórinn hefur aðsetur í Lausanne í Sviss en dvelur að jafnaði um 6 mánuði á hverju ári í Sierra Leone.
Kjörið tækifæri fyrir einstakling sem hefur náð góðum árangri í starfi og langar að takast á við nýjar áskoranir á sviði þróunarmála á erlendri grund.
Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2015. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.