Kraumur tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum fyrir verkefni á sviði íslenskrar tónlistar sem ráðgert er að eigi sér stað árið 2013. Auglýst er sérstaklega eftir verkefnum sem ekki eru hafin áður en úthlutað er úr sjóðnum. Úthlutað verður um miðjan mars.
Ráðgert er að veita í kringum 8 milljónum króna til verkefna á sviði íslenskrar tónlistar að þessu sinni.
Tónlistarmenn og hljómsveitir úr öllum geirum tónlistar eru hvattir til að sækja um fyrir sín verkefni. Umsóknarferlið er einnig opið fyrir viðburði, námskeið og fræðsluverkefni.
Umsækjendum er bent á að kynna sér markmið og samþykktir sjóðsins og ráð til umsækjenda hér að neðan.
Opnað verður fyrir umsóknarferlið þann 5. janúar.
Kraumur notast ekki við umsóknareyðublöð en allar umsóknir skulu innihalda:
Fjárhagsáætlun skal innihalda yfirlit yfir alla þekkta innkomuliði og útgjöld. Auk þess útlistun á því hvernig stuðningur Kraums getur nýst. Vinsamlegast takið fram ef sótt er um styrki í aðra sjóði eða verkefnið nýtur stuðnings annarstaðar frá.
Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2013
(Póststimpill gildir, og því hægt að setja umsóknina í póst mánudaginn 4. febrúar)
Framkvæmdastjóri Kraums veitir fúslega upplýsingar um umsóknarferlið og er umsækjendum innan handar er varðar ráðgjöf við að skila inn umsókn. Skoðið einnig ráð til umsækjenda hér að neðan.
Skil á umsóknum – Umsóknir skulu sendar:
Kraumur tónlistarsjóður
PO Box 124
121 Reykjavík
–
Frekari upplýsingar veitir:
Jóhann Ágúst Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kraums
S: 894 4321 / johann[a]kraumur.is