Hönnunarsjóður Auroru úthlutar 10 milljónum

31.05.12

Sjö framúrskarandi verkefni hljóta styrki í fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru 2012 þar á meðal hönnunartvíeykið Ostwald Helgason, Eygló og Barnafatamerkið As We Grow.

Fyrri úthlutun Hönnunarsjóðs Auroru var haldin með viðhöfn í Vonarstrætinu þar sem sjö ólík verkefni fengu styrki samtals að upphæð 10.milljónum króna.

Þau verkefni sem fengu styrk voru:

  • Fatalínan Ostwald Helgason (2 milljónir)
    Ingvar Helgason og Susanne Ostwald, fatahönnuðir fyrir þátttöku í tískuvikunni í New York í september 2012.
  • Fatalínan EYGLO (1.8 milljón)
    Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður fyrir áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn erlendis.
  • Barnafatalínan As we grow (1.8 milljón)
    María Ólafsdóttir, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir og Gréta Hlöðversdóttir fyrir kynningu og markaðssetningu erlendis.
  • Vöruhönnuðurinn Brynjar Sigurðarson með Húsgögn (1.5 milljón)
    Brynjar Sigurðarson, vöruhönnuður fyrir frekari vöruþróun m.a. vegna sýningar í Galleri Kreo, París.
  • Krads arkitektar vinnustofan PLAYTIME (1.2 milljón)
    Til frekari þróunar á vinnustofu fyrir arkitektanema, hérlendis og erlendis, í samstarfi við hinn heimsfræga arkitekt Viny Maas, LEGO ofl. Vinnustofurnar virkja sköpunargleði, skipulagshæfni og rýmisgreind þátttakenda.
  • Valgerður Pétursdóttir, starfsnám hjá AUGE (500 þúsund)
    Starfsnám í listrænni stjórnun og grafískri hönnun hja AUGE, Ítalíu.
  • HönnunarMars – erlent kynningarefni og blogg (1.2 milljón)
    Áframhaldandi samstarf vegna uppbyggingar HönnunarMars hátíðarinnar og kynningar á íslenskri hönnun erlendis.Um er að ræða fyrstu úthlutun úr sjóðnum á þessu ári, en þá áttundu frá því Hönnunarsjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2009. Aftur verður úthlutað úr sjóðnum á haustmánuðum 2012.
Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...