En þá var úthlutað 6.000.000 kr. til framúrskarandi hönnuða og verkefna þeirra. Alls hefur því verið úthlutað úr sjóðnum rúmlega 17.500.000 króna árið 2011.
Að þessu sinni fengu tveir aðilar framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu Hönnunarsjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi stefnir að. Styrkina hlutu Sigríður Sigurjónsdóttir með SPARK hönnunargallerí og Sruli Recht fatahönnuður.
Hönnunarsjóðurinn styrkti einni Sóleyju Stefánsdóttur með verkefni sitt DIG-Equality (Design Innovation for Gender Equality), sem byggir á þeirri hugsjón að hönnun sé afl til samfélagslegra breytinga.
Hönnunarsjóður Auroru hefur styrkt átta hönnuði til starfsnáms (internship) síðustu ár. Í þetta sinn hlaut slíkan styrk Steinar Júlíusson, grafískur hönnuður til starfsnáms hjá Acne Productions í Stokkhólmi.
Hönnunarsjóðurinn heldur áfram samstarfi við skipuleggjendur hönnunarviðburða og tók á dögunum þátt í Atypi, alþjóðlegri ráðstefnu um leturhönnun sem haldin var í Hörpu. Sjóðurinn er einnig í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands um bloggsíðu til kynningar íslenskri hönnun erlendis.
Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit
Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...