Útvarp barna í Mósambík

11.06.10

Á hverjum laugardagsmorgni kveikja þúsundir barna á útvarpinu til  að hlusta á Paulo Manjate, 16 ára útvarpsmann sem sér um vinsælan þátt í útvarpi barna í Mósambík..

Á síðastliðnu ári styrkti Aurora Velgerðasjóður verkefni Unicef á Íslandi í Mosambík. Þetta er verðlaunað útvarpsverkefni með börnum og ungmennum í Mósambík og til að gefa ykkur smá innsýn í störf barnanna þá er hér stutt frásögn sem við fengum senda frá Unicef um starfsemi og áhrif sem þessi útvarpstöð hefur á líf og störf barnanna þar í landi.
Útvarp barna í Mósambík – jafningjafræðsla og þátttaka barna í samfélaginu

Á hverjum laugardagsmorgni kveikja þúsundir barna á útvarpinu til  að hlusta á Paulo Manjate, 16 ára útvarpsmann sem sér um vinsælan þátt í útvarpi barna í Mósambík.
„Góðan daginn öllsömul, þið eruð að hlusta á útvarpsþáttinn ‘Happy class’ og við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin,” segir Paulo og byrjar þannig þátt sinn í beinni útsendingu frá útvarpsstöð í Mósambík. Útvarpsþáttur þessi er hluti af stærra verkefni þar sem börn eru þáttastjórnendur og framleiðendur útvarpsefnis fyrir jafnaldra sína. UNICEF styður börnin í þáttagerðinni en þau hafa sjálf frjálsar hendur í efnisvali og umfjöllun.

Í nær klukkustund hafa hinir ungu hlustendur tækifæri til þess að taka þátt í samkeppnum, hlusta á uppáhaldstónlistina sína og fá ráðleggingar frá öðru ungu fólki sem deila með þeim áhugamálum og erfiðleikum.
„Þættirnir okkar eru mikilvægir vegna þess að þeir gefa okkur tækifæri til þess að koma skilaboðum áleiðis til annarra barna um réttindi okkar,” segir Paulo.
Það sem gerir útvarpsþættina enn vinsælli meðal barna er að þættirnir eru ekki aðeins teknir upp í stúdíóinu. Paulo og framleiðsluteymið hans, sem eru öll unglingar á hans aldri, fara oft á stúfana með hljóðnema og útsendingarbíl og hitta jafnaldra sína á heimavelli.
„Oft erum við með útsendingar frá skólum og hátíðahöldum – í raun sendum við út hvaðan sem við finnum hópa af börnum og unglingum sem við getum átt samskipti við,” segir Paulo.

Eftir að útvarpsþættinum lýkur, um hádegisbil á laugardögum, fer Paulo aftur heim til fjölskyldu sinnar og vina þar sem hann fær innblástur fyrir næsta þátt.

UNICEF hefur stutt útvarpsþætti barna hjá Radio Mozambique síðan í febrúar 2000. Radio Mozambique sendir út 34 útvarpsþætti barna um gjörvalla Mósambík – 23 þeirra eru á tungumálum heimamanna og 11 eru á portúgölsku. Efni þáttanna er allt frá umræðu um ofbeldi og misnotkun barna, HIV/alnæmi, heilsu, menntun, umhverfisvernd og að sjálfsögðu tónlist og skemmtiefni.
Ábyrgðarhlutverk útvarpsmannsins.
Narcisso er 12 ára gamall drengur sem er fullur sjálfstrausts. Hverja helgi  vinnur hann að útvarpsþáttum barna fyrir útvarpsstöðina Xai Xai. Narcisso hélt nýlega í efnisleit í Chibuto-hérað þar sem hann heimsótti grunnskóla til  að afla upplýsinga um þau vandamál  sem standa grunnskólastarfi í héraðinu fyrir þrifum.
„Mér finnst gaman að komast út úr stúdíóinu vegna þess að þá fæ ég tækifæri til að rannsaka alvörumál og spyrja spurninga sem önnur börn myndu vilja spyrja – ég tek þá ábyrgð mjög alvarlega,” segir hann.
Um 1000 börn og ungmenni vinna að útvarpsþáttum barna víðsvegar um Mósambík og ná þau til fleiri þúsunda barna um gjörvallt landið. Útvarpsverkefnið hefur stækkað óðfluga síðustu ár og vinsældir útvarpsþátta barnanna hafa aukist jafnt og þétt. Með þessari vinsældaaukningu hafa sífellt fleiri samfélagsútvarpsstöðvar ákveðið að bjóða upp á útvarpsþætti barna en nú bjóða um 50 smærri útvarpsstöðvar upp á þennan skemmtilega og valdeflandi dagskrárlið fyrir börn.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...