Kraumur kynnir stuðning við íslenskt tónlistarlíf

27.04.10

Kraumur tónlistarsjóður kynnti þann 15. apríl síðastliðinn fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir fyrir árið 2010.

Kraumur tónlistarsjóður kynnti þann 15. apríl síðastliðinn, fyrstu úthlutanir sínar og stuðning við íslenskt tónlistarlíf, tónlistarmenn og hljómsveitir fyrir árið 2010.
Tuttugu listamenn og hljómsveitir hljóta beinan stuðning frá Kraumi og samstarf við verkefni sín á árinu; Bang Gang, Bloodgroup, Bryndís Jakobsdóttir, Daníel Bjarnason, Einar Scheving, Feldberg, FM Belfast, Hafdís Bjarnadóttir, Kammerkórinn Carmina, K-tríó, Leaves, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samúel Jón Samúelsson Big Band, Seabear, Sólstafir, Trúbatrix hópurinn og Víkingur Heiðar Ólafsson. Kraumur mun jafnfram halda áfram með eigin verkefni; m.a. að styðja við íslenska plötuútgáfu, verðlauna framúrskarandi árangur á því sviði með Kraumslistanum – sem og halda Hljóðverssmiðjur í sumar með ungum og upprennandi hljómsveitum og listamönnum.
Samtals er nú verið að veita 11,7 milljónum króna til margvíslegra verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Alls bárust 208 umsóknir í nýliðnu umsóknarferli. Yfirlýst stefna sjóðsins er að styrkja tiltölulega fá verkefni/listamenn, en gera það þannig að stuðningurinn sé afgerandi.
Áhersla er lögð á kynningu á íslenskri tónlist og verkum íslenskra listamanna á erlendri grundu í stuðningi Kraums að þessu sinni – auk stuðning við starfsemi listamanna og hljómsveita hérlendis; allt frá vinnu við lagasmíðar og upptökur á eigin verkum, til námskeiða og tónleikahalds á landsbyggðinni.

KYNNING Á ÍSLENSKRI TÓNLIST Á ERLENDUM VETTVANGI
Stærstu samstarfsstyrkina að þessu sinni fá hljómsveitin FM Belfast, við tónleikahald og kynningu á verkum sínum erlendri gundu, og tónskáldið Daníel Bjarnason við eftirfylgni og kynningarstarf á breiðskífu sinni Processions á alþjóðvettvangi. Kraumur styður bæði verkefnin um 1.000.000 króna hvort. Kraumur efnir sömuleiðis til samstarfs og stuðnings við Feldberg, Mammút, Ourlives, Ólöf Arnalds, Seabear, Samúel Jón Samúelsson Big Band og Sólstafir við að koma sér og verkum sínum á framfæri erlendis.
Daníel Bjarnason er klassískt tónskáld sem verið hefur iðinn við að brjóta niður þá múra sem tengjast slíkri nafnbót. Það má segja að Daníel sé að sumu leyti að feta nýja slóð fyrir klassísk tónskáld á okkar tímum og koma klassískri tónlist til breiðari hóps áheyranda. Procession er þegar farin að fá góða dóma og viðtökur á alþjóðavettvangi og með frekari kynningu og tónleikahaldi nær hún vonandi eyrum enn fleiri.
Hljómsveitin FM Belfast er á öðrum enda tónlistarlitrófsins, leikur dans- og popptónlist, og hefur vaxið gríðarlega sem tónleikasveit síðan hún kom fyrst fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2006. Sveitin gerði og gaf út sína fyrstu breiðskífu, How to Make Friends, með stuðningi Kraums árið 2008 og síðan hefur orðspor sveitarinnar farið langt út fyrir landsteinana. Árið 2010 ætlar sveitin að leggja áherslu á útlönd og mun sveitin m.a. koma fram á tónlistarhátíðum og bransasamkomum víð um Evrópu, m.a. Hróaskeldu og SPOT.
PLÖTUGERÐ OG INNLEND VERKEFNI
Kraumur heldur áfram að styðja við verkefni listamanna og hljómsveita hérlendis við að lagasmíðar, upptökur og við að útgáfu á verkum sínum. Kraumur efnir til samstarfs og stuðnings við Bang Gang, Bryndísi Jakobsdóttir, Einar Scheving, Hafdísi Bjarnadóttir, Leaves, Retro Stefson og Víking Heiðar Ólafsson við verkefni sín á sviði lagasmíða, vinnu, útgáfu og/eða kynningu á eigin verkum. Allir þessir listamenn stefna á að gefa út nýjar breiðskífur á árinu.
Kraumur heldur Innrásinni – stuðningi sínum við tónleikahald innanlands – áfram á árinu. Markmið Innrásarinnar er að auka við möguleika listamanna til tónleikahalds, gefa þeim færi á að koma sér og tónlist sinni á framfæri víðar en á höfuðborgarsvæðinu og efla tónlistarlíf á landsbyggðinni. Fjölmargir listamenn og hljómsveitir hafa lagt land undir fót og haldið tónleika víðsvegar um landið síðustu tvö ár undir merkjum Innrásarinnar.
Innrás Kraums mun styðja við tónleika og tónleikaferð Kammerkórsins Carmina, K-tríó, Trúbatrix hópsins (Myrra Rós Þrastardóttir, Miss Mount, Elín Ey, Elíza, Pascal Pinon, Mysterious Marta og fjöldi annara tónlistarkvenna) og Bloodgroup í Reykjavík og á landsbyggðinni. Blodgroup mun sömuleiðis standa fyrir tónleikum í Færeyjum með stuðningi Kraums. Tími til komin að þakka Færeyjingum fyrir hjálpina með því að færa þeim frábæra tónlist frá Íslandi.
KRAUMSLISTINN OG STARFSEMIN 2010
Kraumur hefur það sem af er þessu ári staðið fyrir námskeiði og opinni ráðstefnu fyrir tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn á og í samvinnu við Aldrei fór ég suður, staðið fyrir Leit að ungum tónskáldum í samstarfi við Við djúpið og Rás 1 og sem einn samstarfsaðila Músíktilrauna í mars valið þrjár hljómsveitir til þátttöku í Hljóðverssmiðjum Kraums – þar sem ungum og upprennandi hljómsveitir fá fræðslu, handleiðslu og aðstöðu til að taka upp eigð efni með aðstoð fagmanna.
Kraumur hefur sömuleiðis keypt (100 stk af hverjum titli) og kynnt þær sex hljómplötur sem hlutu viðurkenningu Kraumslistans 2009 (áður Kraumsverðlaun) – meðal annars með útsendingum á tónleikahaldara, plötuútgáfur og tengiliði erlendis. Plöturnar eru; Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus, Bloodgroup – Dry Land, Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood, Hildur Guðnadóttir – Without Sinking, Hjaltalin – Terminal og Morðingjarnir – Flóttinn mikli. Kraumslistinn 2010 verður kynntur í desember í ár og mun Kraumur veita þeim plötum sem hljóta viðurkenningu samskonar stuðning.
Nánari upplýsingar veitir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums tónlistarsjóðs, eldar@kraumur.is eða www.kraumur.is

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...