Kraumslistinn 2009 tilkynntur

17.12.09

Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka sem þótt hafa framúr-skarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í dag, miðvikudaginn 16. desember.
Kraumslistinn, sérstök viðurkenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra verka sem þótt hafa framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu, var kynntur annað árið í röð í gær, miðvikudaginn 16. desember.
Athöfnin fór fram í húsnæðinu að Vonarstræti 4B – sem rýmir Kraum tónlistarsjóð og Hönnunarsjóð Auroru.  Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Kraums bauð fólk velkomið, Eldar Ástþórsson framkvæmdastjóri Kraums kynnti hugmyndafræði Kraumslistans og stuðninginn sem sjóðurinn mun veita þeim plötum sem dómnefnd valdi. Framkvæmd Kraumslistans er með þeim hætti að sérstök dómnefnd velur úrvalslista (20 plötur) og síðan Kraumslistann 2009 (5 plötur) . Líkt og í fyrra sá dómnefnd sérstaka ástæðu til að verðlauna fleiri en fimm plötur að þessu sinni, en samkvæmt reglum Kraumslistans hefur dómnefnd leyfi til að auka við fjölda verðlaunaplatna, ef sérstakt tilefni þykir til.
Dómnefnd Kraumslistans er skipuð 16 aðilum sem síðustu ár hafa starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður.
Fram komu Hjaltalín, Helgi Hrafn Guðmundsson og Morðingjarnir sem öll léku órafmagnað.
Formaður dómnefndar Árni Matthíasson tilkynnti um Kraumslistann 2009. Í ár hljóta eftirtaldir listamenn viðurkenningu og stuðning fyrir plötur sínar;
* Anna Guðný Guðmundsdóttir – Tuttugu tillit til Jesúbarnsins
* Bloodgroup – Dry Land
* Helgi Hrafn Jónssonon – For the Rest of My Childhood
* Hildur Guðnadóttir – Without Sinking
* Hjaltalín – Terminal
* Morðingjarnir – Flóttinn mikli

Kraumur mun styðja við þær plötur sem dómnefnd velur á Kraumslistann, og jafnframt auka við möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana, með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir, plötuútgáfur, umboðsskrifstofur o.s.frv.), í samvinnu við Útflutningskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).
Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að styðja og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Það er von aðstandenda Kraumslistans að valið veki athygli á flottri og fjölbreyttri íslenskri plötuútgáfu, nú þegar jólagjafaflóðið er við það að skella á, og listamenn reiða sig hvað mest á plötusölu.

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

Six artists and bands received the 2024 Kraumur Music Awards 

The Kraumur Music Award was awarded for the seventeenth time last night for the Icelandic records that stand out in terms of quality, ambition and originality.  The Kraumur Music Award is an annual album award that has been awarded since 2008. It is intended to...