Sköpunargleðin hefur ráðið ríkjum hér í Freetown undanfarna daga þegar hluti 1+1+1 hönnunarteymisins hefur verið að hitta samstarfsaðila sína í Sweet Salone verkefninu. Mikið hefur verið rætt, hugmyndum deilt og jákvæðni og gleði verið í fyrrirúmi. Eldri vörur hafa verið fínpússaðar og prótótýpur af nýjum vörum eru í vinnuslu.
Kvikmyndateymi frá Íslandi hefur fylgt hönnuðunum hvert fótmál þar sem þau eru að taka upp heimildarþætti um HönnunarMars og fylgja í þáttunum nokkrum hönnuðum eftir.
Við hjá Aurora erum gífurlega spent að sjá allar þessar nýju vörur verða til og samstarfið í Sweet Salone verkefninu blómstra.