Frú Sia Nyama Koroma forsetafrú Sierra Leone sendi Ólafi Ólafssyni stjórnarformanni einstaklega fallegt þakkarbréf. Í bréfinu þakkar hún þann mikla stuðning sem Ólafur og Aurora velgerðasjóður hafa sýnt löndum hennar nú á erfiðum tímum í baráttu við Ebólu en sjóðurinn styrkti þá baráttu rausnarlega með framlagi bæði í formi matargjafa og sjúkragagna. Forsetafrúin þakkar Ólafi og Auroru fyrir einstakan stuðning og hollustu í gegnum árin en sjóðurinn hefur unnið að mörgum mikilvægum verkefnum í Sierra Leone.
Mörg spennandi verkefni eru í vinnslu í Sierra Leone en tímamótasamningur var undirritaður á dögunum um rekstur fjögurra löndunar- og fiskvinnslustöðva. Eins voru gerðir samningar við tvö örlánafyrirtæki í Freetown en nánar er fjallað um verkefnin hér á heimasíðunni.