Fjölmiðlar í Sierra Leone hafa fjallað um stuðning Auroru við verkefni tengd Ebólu sem unnin eru í samvinnu við forsetafrú landsins. Hluti af þessum styrk fór í að gefa mat til þeirra sem minnst mega sín og voru veglegar matargjafir afhentar meðal annars til munaðarleysingjaheimila og heimilislausra í Freetown.
Má segja að matargjafirnar hafi komið í góðar þarfir hjá þessum hópum þar sem átak í að útrýma Ebólu stóð yfir þar sem fólk var hvatt til að „sitja heima“ í þrjá daga.
Greinina í heild má lesa á eftirfarandi vefslóð: http://awoko.org/2015/04/01/sierra-leone-news-first-lady-aurora-foundation-feed-less-privileged/