Aurora styrkir neyðaraðstoð vegna Ebólu í Sierra Leone

14.11.14

Stjórn Auroru hefur ákveðið að legga allt að 20 miljónir króna til neyðaraðstoðar í Sierra Leone vegna Ebólu faraldursins.  Peningurinn fer m.a. til kaupa á sjúkragögnum auk aðstoðar við að koma gögnunum á áfangastað, dreifa honum til viðkomandi sjúkrastofnana og fleira.  Hefur Aurora tekið höndum saman með breska flugfélaginu Hangar 8, sem sendi flugvél til Sierra Leone síðastliðinn fimmtudag, hlaðna ýmsum búnaði og lyfjum sem nauðsynleg eru til að meðhöndla sjúka.  Stjórnarformaður sjóðsins Ólafur Ólafsson fór sjálfur með flugvélinni til Sierra Leone og afhenti sjúkragögnin.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólaf Ólafsson, Felix Juterzenka og Steve Schöni í drekkhlaðinni flugvélinni rétt fyrir flugtak.

Á annað þúsund manns hafa nú látist af völdum ebólunnar í Sierra Leone og allt að þúsund börn hafa misst annað eða báða foreldra sína.  Börnin búa við ömurlega aðstæður og eru mjög einangruð vegna hræðslu umhverfisins við smit.  Afleidd áhrif á innviði samfélagsins eru ekki síður alvarleg en faraldurinn hefur haft lamandi áhrif á menntun, heilsugæslu og atvinnulíf í landinu.

Aðeins 13 ár eru síðan að borgarastyrjöldnni lauk í Sierra Leone (1991-2002), þar sem talið er að yfir 50.000 manns hafi látið lífið. Stríðið var mjög mannskætt og eyðileggingin algjör en mest allir innviðir landsins eyðilögðust ásamt því að milljónir manna flúðu heimkynni sín og settust að sem flóttamenn í nágrannaríkjunum.  Að loknu stríði var Sierra Leone efst á lista yfir fátækustu lönd heims.  Á þessum árum sem liðin eru hefur samfélagið hægt og rólega verið að vinna sig út úr mjög brothættu ástandi fátæktar og sárrar neyðar.   Menn óttast að Ebólufaraldurinn nú geti haft skelfilegar afleiðingar fyrir framtíðar hagvöxt og hagsæld í landinu og ógni þeim stöðuleika sem náðst hefur.  Í ljósi þessa ákvað Aurora að leggja sitt af mörkum til neyðaraðstsoðar í Sierra Leone, en aðeins með samhæfðu átaki margra er hægt að stoppa útbreiðslu þessa skelfilega faraldurs.

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

First Artisan Meet-Up at Aurora House:

On Tuesday, November 12th, the Aurora Foundation hosted its very first Artisan Meet-Up at the Aurora House, marking a significant milestone in our ongoing efforts to support and empower local artisans in Sierra Leone. This event brought together a vibrant group of...

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Inkundula Festival: A Celebration of Sierra Leone’s Creative Spirit

Aurora Foundation is proud to have sponsored the inaugural Inkundula Festival, a vibrant three-day celebration of Sierra Leone’s dynamic arts and culture scene. The festival began on the evening of October 31st at the Aurora House, where the atmosphere was alive with...