Menntaverkefni í Malaví

Ár
Fjárhæð
Svæði
Samstarfsaðilar
2009
ISK 2.000.000
Malaví

Rótarýklúbbur Reykjavíkur

Það er mikill skortur á kennurum og hjúkrunarfræðingum víða á landsbyggðinni í Malaví. Þeir sem eru frá strjálbýlli svæðum og ganga menntaveginn snúa sjaldnast til baka.

Með þessu verkefni var fjórum nemendum frá Monkey Bay-svæðinu veittur skólastyrkur, tveimur konum og tveimur körlum. Tveir nemendanna voru í hjúkrunarfræði í St. Luke College of Nursing & Midwifery og Edwendeni College of Nursing & Midwifery, einn var í kennaranámi í The Catholic University of Malawi og sá fjórði í viðbótarkennaranámi (B.Ed.) í the Chancellor College, University of Malawi. Þau undirrituðu öll skuldbindingu um að snúa aftur til Monkey Bay að loknu námi en slíkt var skilyrði styrkveitingar.

Aurora velgerðasjóður ásamt Rótarýklúbb Reykjavíkur studdi við menntun þessara fjögurra nemenda með því að greiða skólagjöld, námsgögn og húsnæði.