Skákfélagið Hrókurinn hefur síðan árið 2003 unnið markvisst að útbreiðslu skákíþróttarinnar í Grænlandi. Áður var skák þar nánast óþekkt. Hrókurinn hefur farið í fjölmargar ferðir til Grænlands, heimsótt mörg þorp og haldið námskeið, fjöltefli og skákmót. Útbreiðsla skákíþróttarinnar hefur verið mikil og hefur félaginu alls staðar verið vel tekið. Má fullyrða að fjölmörg börn og fullorðnir tefli nú á Grænlandi fyrir tilstuðlan Hróksins.
Aurora velgerðasjóður styrkti Hrókinn til árlegrar ferðar árið 2014 í Scoresby-sund en það er afskekktasta þorp norðurslóða. Þar hélt Hrókurinn stóra skákhátíð.