Fuglasafn Sigurgeirs í Mývatnssveit

Ár
Fjárhæð
Svæði
2008
ISK 20.000.000
Ísland

Fuglasafn Sigurgeirs er nefnt eftir Sigurgeiri Stefánssyni frá Ytri-Neslöndum við Mývatn sem hafði mikinn áhuga á fuglum og náttúrunni. Hann safnaði meðal annars uppstoppuðum fuglum og fuglseggjum og átti hann mikið safn þegar hann lést árið 1999. Það var fjölskylda Sigurgeirs heitins Stefánssonar sem ákvað að byggja hús yfir hið merka fuglasafn hans og undirbúa sýningahald.

Á Fuglasafni Sigurgeirs sameinast fræðsla og afþreying á sannfærandi hátt og safnið höfðar því bæði til áhuga- og fræðimanna auk þess að nýtast nemendum og kennurum í skólastarfi. Safnið er einnig kjörinn vettvangur til að vekja og auka áhuga ferðafólks og almennings á fuglum og náttúrufari. Að safnið skuli vera í Mývatnssveit, einstakri perlu fuglalífs í veröldinni, eykur að sjálfsögðu gildi þess enn frekar og skapar sérstök sóknarfæri.

Aurora styrkti hönnun fuglasafnsins og uppsetningu á sýningunni sjálfri svo unnt væri að opna það fyrir almenningi.