Það er komið að því, Kraumslistinn 2022 hefur verið gerður opinber!
Við erum gríðarlega hreykin af því að standa fyrir þessum verðlaunum. Að sjá Kraumslistann og Kraumsverðlaunin veitt ár hvert og styrkja með þeim listamenn í íslensku samfélagi veitir okkur mikla ánægju og fyllir okkur stolti.
Plöturnar sem skipa listann í ár eru:
Alfreð Drexler – Drexler’s Lab
Ari Árelíus – Hiatus Terræ
Ástþór Örn – A machine that runs on blood
Final Boss Type ZERO – 1000 Cuts
Fríða Dís Guðmundsdóttir – Lipstic On
Guðir hins nýja tíma – Ég er ekki pervert, ég er spæjari
gugusar – 12:48
Kraftgalli – Kúlomb
Kruklið – SAMHERJI: The musical
KUSK – Skvaldur
Kvelja – Andþrot
Kvikindi – Ungfrú Ísland
Lilja María Ásmundsdóttir & Ines Zinho – Internal Human
Oh Mama – Hamraborg
Óskar Kjartansson – Gork
Ronja – 00000
Siggi Olafsson (Berglind Ágústsdóttir) – Lost at war
Skurken – Dagur
Stirnir – Beautiful Summer, Big Stjarna
Ultraflex – Infinite Wellness
Una Torfa – Flækt og týnd og einmana
Dómnefndina skipuðu: Árni Mathíasson (formaður dómnefndar), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.
Nálgast má lista yfir haldhafa Kraums tónlistarverðlaunana 2021 hér og Kraumslistann (2021) í heild sinni hér. Á meðal listamanna sem hlotið hafa Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 má nefna GDRN, Ásgeir, Hildi Guðnadóttur, Daníel Bjarnason, Hjaltalín, Lay Low, FM Belfast, Retro Stefson, Moses Hightower, Sóley, Mammút, Inspector Spacetime og fjölmörg fleiri. Kraumsverðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2008, þau eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Tilgangur verðlaunanna er að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu. Listamenn og hljómsveitir þurfa ekki að sækja sérstaklega um að plötur þeirra séu teknar til greina af dómnefnd eða greiða þátttökugjald.